mánudagur, júlí 02, 2007

Það verður bara lengra á milli þess sem ég skrifa. Hvað um það þá er ég búinn að fá einkun fyrir grænlensku þýðinguna mína, 8 og ritgerðin 8. Það er allt í lagi.
Sumarið er ekki að láta sjá sig hérna úti, núna er tildæmis skýjað og 16 stiga hiti. Kalt og grátt. Næst á döfinni er afmæli Björns Rafnars, þar á eftir kemur Ingibjörg og síðast en ekki síst er það fæðingin sjálf. Nóg að gera næstu daga. Fyrir utan það alltsaman þá vorum við að fá styrk hérna á "institútinu" sem þýðir að ég get unnið eins og ég vill. Ekki sérstaklega vel tæmað, en gott að vita að ég er með trygga vinnu næsta vetur.
Ísland 9.ágúst og þá verður örugglega komið sumar hérna, maður er svo helvíti klókur...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home