miðvikudagur, október 22, 2008

Alveg dæmigert, þegar að maður er búinn að loka að sér og drekka mikið kaffi með bækur sem meðlæti - þá verður allt vitlaust að gera. Það koma hingað góðir drengir í kveld, vinna skóli á morgun - gera klárt fyrir sýningu annað kvöld skrafa saman með Frank, við erum að fara að setja upp þráðlaust net í skólanum, vonandi að Jakub nái að koma við. Föstudagur fundur með Sören, klára að setja upp ljósmyndasýninguna fyrir Arktis Institut læra og um kvöldið koma Berlínarböllarnir í heimsókn. það er alveg nóg að gera og ég er ekki búinn að telja upp allar róníurnar sem ég tek með Erni eða klósettferðinar - já og svo er maður náttúrulega búinn að snæða á NOMA alla vikuna, það er reyndar ódýrara en að gera nesti en það er önnur saga. Já ég finn það núna að ég er búinn að drekka kaffikvótan minn upp í dag...

föstudagur, október 17, 2008

jæja ég ætlaði að halda kjafti yfir þessu, en nei það er alveg ómögulegt. Var að lesa grein í www.dv.is, því snilldarhefti og rak augun í viðtal við Kristínu Gunnarsdóttur, öryrkja í Danmörku. "ég myndi ekki kynna mig sem Íslending" segir hún og kvartar yfir því hve seint og illa gengur að fá örorkuna frá Íslandi. Já notabene hún er búinn að búa í Danmörku í yfir tuttugu ár og allan þann tíma hefur hún þegið greiðslur frá íslenska ríkinu. "ég skammast mín fyrir að vera íslendingur" bla bla bla... haltu kjafti Kristín Gunnarsdóttir.

Annars er allt gott að frétta.

mánudagur, október 13, 2008

fimmtudagur, október 09, 2008

laugardagur, október 04, 2008