föstudagur, mars 18, 2011

Já og sei, það er aldeilis mikið búið að gerast síðan síðast. Vorið er á næsta leyti, eða svona næstum því. Það er reyndar allt á kafi í snjó hérna, en sólin er farin að láta sjá sig fyrr á daginn og hangir enn uppi þegar að við erum að klára að borða kvöldmatinn, í öllum sínum roða.
Annað er það að frétta að frúin er aaaalveg að fara að fæða okkar þriðja barn, Edda móðir hennar er væntaleg hingað til Sisimiut næsta þriðjudag, þann 22.mars eða sama dag og Ingibjörg er sett.
Sjálfur var ég að klára sýningu hérna á safninu og verður hún formlega opnuð á fimmtudaginn. Allt í allt 3.532 myndir sem að ég valdi úr safninu okkar prentaði, plastaði og límdi á vegg, með góðri hjálp frá Oline, sem er skrifstofu/skúringar daman okkar hérna á safninu.
Framtíðin hérna á safninu er dálítið óljós eins og er af persónulegum ástæðum, þó ekki mínum. Nei nei ég er alveg sallarólegur og er búinn að vera það að í langan tíma, alveg búin að sætta mig við núverandi aðstæður.
Framundan er barn og námskeið í Köben í lok maí, sumarfrí í byrjun júlí og svo er eiginlega ekkert annað ákveðið. Ef við verðum hérna áfram í Sisimiut fer ég í stutta ferð til Nuuk í september, annars er maður bara að tjilla í Sisimiut.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home