þriðjudagur, júní 22, 2010

jæja þá sumarsísonnið byrjað. Fyrsta skip sumarsins kom í dag, sprengfullt af ferðamönnum og konum. Við á safninu erum sko aldeilis búin að taka til hérna, búið að opna gömlu smiðjuna og það í fyrsta sinn, ný kajak sýning í gulahúsinu, plús fornleyfafræðihornið okkar er glænýtt og nýjir tekstar við saqqaq. Japanskar ljósmyndir í gömlu búðinni og iðnaðarþróun á svæðinu á annarri hæðinni hérna í B23. Núna er bara verið að skanna myndir aftur enn á ný og taka á móti upplýsingaþyrstu fólki. Hitinn er að fara aðeins uppávið og mýið er komið með trompi. Sjálfur ætla ég að fara í bátinn í kvöld og festa eina lúgu, já núna er maður alltaf að vinna í bátnum, eða þannig sko. Jæja skanna og brosa - það er verkefni dagsins.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home