miðvikudagur, janúar 27, 2010

Jæja þessa stundina er ég að bíða eftir því að samstarfsmaður minn komi aftur á safnið. Af öðru að segja þá var ég að klára nýju bókina eftir Dan Brown, ágætis snúningur hjá honum, núna er ég að lesa nýju bókina hans Ara Trausta, súrreal ferðalag manns frá Síberíu í suður (ég er kominn að landamærum Kína). Ég hef ekki lesið annað eftir Ara Trausta en maður tekur eftir því í lýsingum hans að hann er vanur að "ganga", vantar ekkert á orðaforðann á þeim bænum. Býst fastlega við því að klára bókina á eftir, enda einungis tæplega tvöhundruð síðna verk. Framundan er smá undirbúningslestur fyrir Nuuk-ferð, þá á að kíkja á sýningu eftir Pia Arke, Tupilakosaurus. Ég var svo lánsamur að kynnast henni aðeins, þegar að hún var leiðbeinandi minn fyrir lokaverkefnið í Fatamorgana, snillingur sem því miður er fallinn frá. Núna er ég að glugga í grein eftir Matthias Hvass Borello í Neriusaaq um sýninguna hennar í Nuuk.
Af vinnutengdu efni er það að frétta að einn starfsmaðurinn hér á safninu ákvað skyndilega að segja af sér, með augnabliks fyrirvara, það þýðir að mér var hreinlega plantað á skrifstofuna. Það þýðir að allar komandi sýningar fá að bíða þar til að við finnum annan starfsmann nú eða konu, sem mun taka að sér þessa almennu skrifstofuvinnu. Ég er ekki hannaður fyrir langtíma setu, nema þó þegar að ég skanna og vinn myndir, þá get ég setið tímunum saman. Jæja hann hlýtur að fara að koma maðurinn, þannig að ég hef þetta ekki lengra í bili.
Mæli með http://www.kulturplakaten.dk/ það er að segja fyrir þá sem að búa í Danmörku, annars er alltaf gaman að glugga í http://www.menning.is/default.asp?sid_id=14547&tre_rod=001001&tId=1
Ég ætla mér ekki að krítisera neina heimasíðu hérna nema þá helst okkar eigin, sem er úr sér gengin risaeðla og virðist með öllu móti vera ódrepileg !!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home