sunnudagur, mars 15, 2009

Sunnudagur: já það var grátt í morgun klukkan fimm þegar að tveir ungir drengir (Flóki og Björn) vöktu mig, en hvað var hægt að segja, þeir voru bara spenntir að byrja daginn. Mér tókst þó að telja þeim trú um að það væri eiginlega ekki kominn dagur. Varði stutt því skömmu eftir það vaknar Úlfur og það þýðir víst ekkert að rökræða við þann unga dreng. Borðað og leikið, farið út á völl að spila þeirra útgáfu af fótbolta, sem gengur út að það að það er sama hvernig fer þá vinna þeir alltaf... Kristján kom síðan og dró eldri drengina með sér í bíó. Úlfurinn lagði sig og þá náði ég einum powernap, ekki slæmt. Vöfflur voru bakaðar úr hráefnum sem Hjalti og Linda voru beðin um að versla í dojnaranum, af því að ég gleymdi því í minni verslunarferð 30 mínútum áður... Hakkogspakk og svo átti það að gerast, "klippingin", en því miður dó verkfærið mitt, þannig að sá yngri endaði á að líta eins og finnskur íshokkímaður og sá eldri... ja hann þarf ekki að skammast sín á morgun þegar að hann mætir í leikskólann. Baðtími, þar notaði sá yngri tækifærið og sprændi yfir "áðurhvíta" sófann okkar á meðan að ég var að þvo hárið á þeim eldri, algjör farsi a la Dario Fo. Sjálfur horfði ég á ræmu þegar búið var að svæfa drengina og belgja mig út með poppi. Nú er víst kominn háttatími og á morgun þegar að ég vakna þá veit ég að ég fæ að sjá þig um kvöldið og tek á móti þér með ítalskri kartöfflusúpu.
Þetta verður því síðasta færsla í dagbókarformi, í bili...

2 Comments:

Blogger Heiðrún said...

ó, en fallegt. Ég kemst við. Óska þess að einhvertíma verið ég jafn mikið elskuð og hún Ingibjörg þín.

12:53 e.h.  
Blogger bjorn said...

já er þetta ekki fallegt.

7:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home