miðvikudagur, október 22, 2008

Alveg dæmigert, þegar að maður er búinn að loka að sér og drekka mikið kaffi með bækur sem meðlæti - þá verður allt vitlaust að gera. Það koma hingað góðir drengir í kveld, vinna skóli á morgun - gera klárt fyrir sýningu annað kvöld skrafa saman með Frank, við erum að fara að setja upp þráðlaust net í skólanum, vonandi að Jakub nái að koma við. Föstudagur fundur með Sören, klára að setja upp ljósmyndasýninguna fyrir Arktis Institut læra og um kvöldið koma Berlínarböllarnir í heimsókn. það er alveg nóg að gera og ég er ekki búinn að telja upp allar róníurnar sem ég tek með Erni eða klósettferðinar - já og svo er maður náttúrulega búinn að snæða á NOMA alla vikuna, það er reyndar ódýrara en að gera nesti en það er önnur saga. Já ég finn það núna að ég er búinn að drekka kaffikvótan minn upp í dag...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home