laugardagur, mars 14, 2009

Laugardagur: Vorið bankaði aftur uppá hér á Amager, sól og blíða. Eftir morgunáhorf (kl:07) og smá rokk fórum við drengir út að spóka okkur. Núna sit ég og bíð eftir því að Úlfur vakni. Gurótarkakan er í ofninum og ég er búinn að hræra duglega "portion" af kremi... Hjá okkur situr Flóki á meðan að faðir hans syngur "you never walk alone", hann er væntanlegur hér á eftir og það lítur allt út fyrir sameiginlegan kvöldmat, spagetti og kjötsósa. Sjálfur er ég að reyna að véla menn til að koma í heimsókn í kvöld til að spila smá pez. Tassa (það var það) eins og maður segir á grænlensku. Erum að velta því fyrir okkur hvort við eigum að sleppa júdó á morgun og taka daginn snemma með rölti út á Volden, það kemur síðar í ljós. Annars allt gott að frétta héðan.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home