föstudagur, mars 13, 2009

Smá dagbók fyrir Ingibjörgu sem er á fullu í félagsmálum á Íslandi sem stendur.
Föstudagur: Björn vaknar "má ég horfa", ég "nei það er föstudagur", Björn "ó, jæja". Borðuðum það sama og venjulega og sömu samtölin endurtekin við morgunverðarborðið. Björn "...þessi með fjögur sverðin og þá myndi ég höggva af honum hendina með sverðinu mínu...", ég "mhmm já það væri rosalegt".
Hjólað og skilað, fyrst Björn sem varla hafði tíma til að kveðja síðan Úlfur sem stóð gleiðfættur með lest (babú) í hægri hendi, þegar að ég kvaddi hann og þá vinstri teygða langt upp í loft, nýr kveðjusiður hjá þeim yngri. Sjálfur fór ég að þýða í dag og er að tefja tímann áður en ég sæki drengina.
Kvöldið býður uppá Disney og Krysfaktor eins og einn kýs að kalla það ágæta sjónvarpsefni. Þeir sofna svo væntanlega um níu og þá dreg ég fram Dexter þættina og kúri umvafinn semíflís í áðurvar hvíta sófanum okkar... sakna þín.

1 Comments:

Blogger bjorn said...

ó en sætt. ég veit þetta fyrst núna, komin heim til þín.
gaman að lesa þig um ykkur.

7:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home