föstudagur, janúar 15, 2010

Fór á fund í gær... svona klúbbfund... ég er sumsé búinn að trakka nördanna hérna í Sisimiut. Ljósmyndaklúbburinn var með myndasýningu í gær í skóla tvö og mætti ég þar fullur af "já en ég kem sko frá Íslandi og nam í Höfn..." nei grín. En ég bjóst samt við náttúruorgíu af verstu sort enda búinn að sjá þær ófáar grænlensku heimasíðurnar. Nema hvað þetta var bara alveg ljómandi gaman, þarna var öll flóran, tækni nördar og ungir listamenn. Já þetta kom skemmtilega á óvart og minnti mig dálítið á Íslenska Fjallahjóla Klúbbinn, algjört sullummall af allsskonar fólki. Það er bara snilld. Ég fékk allavegana "blóð á tennurnar" eins og Danir segja. Ég er reyndar ekki að taka neinar myndir í dag og ástæðan fyrir því er sú að ég er að skanna myndir fyrir safnið, átta tíma á dag, skanna, skera til og skrásetja. Þannig að það er ekki mikið pláss eftir í hausnum á menni þegar að maður kemur heim eftir svoleiðis vinnudag. En það kemur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home