sunnudagur, janúar 03, 2010

jólin bara að klárast og það er komið nýtt ár. já það er aldeilis farturinn á þessu núna uppá síðkastið. þetta voru rólegheitar jól sem ég naut til botns með fjölskyldunni, okkur tókst það sem maður talar alltaf um en getur ekki framkvæmt af einhverjum ástæðum og það var að klæða sig ekki á jóladag. náttföt á línuna og ullarsokkar, ef ég hefði vitað hversu miklu meira maður fær úr jóladeginum á þennan máta þá hefði ég verið búinn að framkvæma þennan gjörning fyrir löngu og sett það sem skilyrði að það er bannað að yfirgefa húsnæði sitt á jóladag og það er stranglega bannað að koma í heimsókn, nema að maður (eða kona) mætir í náttfötum og hafi svona eins og eina bók með, nú eða spil. Björn fékk matador í möndlugjöf, sem þýðir að á næstu misserum á hann eftir að kynnast yfirtökum, sektum og lóðabraski, eitthvað sem öll sex ára börn verða að kynnast. því fyrr því betra... nei nei við erum soddan sósíalistar hérna að við vinnum öll, eða töpum saman... einmitt. sem minnir mig á það að ég er ekki búinn að finna mér backgammon félaga hérna í Sisimiut. þakka bibba og Önnu Beggu enn og aftur fyrir þá snilldargjöf. en það var einmitt í páskaferðinni til Noregs árið 2000 (minnir mig), með hrúgu af snilldarfólki að ég var kynntur fyrir backgammon og hef verið ósigrandi síðan (það er kannski best að Jakob Akureyringur og Christian Ravn lesi þetta ekki og jafnvel Örn Ingi). allavegana þá er komið árið 2010 og ég sé fram á hrópandi gleði hvern einasta dag sem sólin hækkar á lofti alveg fram á sumar. ekkert áramótaheit núna, en við erum búin að lofa hvort öðru að ganga á þau tvö fjöll sem standa okkur næst, Kerlingarhettan í suðri og Prestafjallið í norðri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home