fimmtudagur, janúar 28, 2010

í dag braut ég 3000 plús múrinn ! það er að segja að ég er búinn að skanna og skrásetja yfir 3000 myndir, einungis 6000 eftir plús öll albúm og "lausar" myndir, ca... hmmm nokkur þúsund til viðbótar. Ari Trausti er fortíð og framundan Jón Kalman Stefánsson. Ég las Skurðir í rigningu fyrir alllöngu síðan, þannig að ég hleyp í gegnum hana og svo er það bara að klára þessa trílógíu hjá honum, Sumarið bakvið brekkuna og Birtan í fjöllunum. Já þetta lítur allt saman út fyrir lestrar ár, þar sem ég er ekki lengur í námi og sakna þess dálítið að fletta síðum (netfjölmiðlar eru bara ekki að uppfylla þá tilfinningu). Jæja brauðið er að bakast.
Tékka á þessu http://www.bookalicious.net/ ungur maður sem að býr hérna í Sisimiut er með þessa síðu, áhugavert.

1 Comments:

Blogger Heiðrún said...

jej, gaman að lesa...

7:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home