miðvikudagur, september 22, 2010

það er nú bara þannig að námskeiðinu um verkefnastjórnun var frestað og verður það haldið á sama tíma og ég er á Íslandi. Dæmigert. Safnstjórinn er að fara til Nuuk á námskeið í næstu viku og eftir þrjár vikur er hún að fara til Qasigiannguit á annað námskeið um skinnverkun. Í nóvember ætlar hún í tveggja vikna frí til Danmerkur af því að hún er búinn að vinna svo mikið... á meðan að allt þetta er að gerast er ég enn á skítalaunum og fæ ekki að fara á nein önnur námskeið af því að safnið hefur hreinlega ekki efni á því. Hvað gera bændur þá? Er ekki kominn tími til að söðla um og gera eitthvað annað? það held ég barasta. Ég er allavegana ekki að sjá það fyrir mér að ég hreinlega geti setið hér og skannað í heilan vetur. Þó svo að það sé verðugt verkefni þá er það samtímis mannskemmandi, sérstaklega þegar að maður hefur ekki miðla til að koma þessu frá sér.

4 Comments:

Blogger Ingvi Rafn said...

Bööööö,
brá þér? Meira vesenið á þér þarna á hjara veraldar..

2:12 e.h.  
Blogger Unknown said...

já maður, þetta er bara hellavesen, það er eins gott að maður er að koma á Airwaves, þá nær maður að núlla sig aðeins á vinnuni

3:01 e.h.  
Blogger Sigurður Högni Jónsson said...

Kannast við'edda. þetta er storí of mæ læf. Þetta ástand er óháð breiddargráðum. Þú hefur þó ísbirni og inúita, hvað hef ég?

11:19 f.h.  
Blogger Unknown said...

stöð tvö - Sigurður þú hefur stöð tvö og bylgjuna... nei ok það eru engin rök í því. EN sundlaugar, já einmitt stórar laugar fullar af ilvolgu vatni, það er bara í draumum mínum hérna á vesturströndinni.

12:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home