þriðjudagur, júlí 20, 2010

Þá er maður kominn í djúpa fjörðinn, Kangerlussuaq. Heitt og gott veður, sól og engar flugur. Ljómandi alveg hreint. Morgundagurinn fer í að finna flugsafnið hérna, en eins og annarsstaðar þá er ekkert merkt hérna þannig að þetta endar með því að maður gengur hús úr húsi til að finna safnið. En það er svo sem allt í lagi, þá fer dagurinn í góða gönguferð. Búið er að spá sól allan tímann og það gerir dvölina ekki verri, enda fagurt hérna í kring.
Sjálfur bærinn er reyndar dapurleg eyðimörk húsaeininga sem ameríski herinn yfirgaf fyrir löngu. Göturnar hafa bæði amerísk og grænlensk heiti og bílflotinn er 97 prósent af usa-gerðum. Stórir og fantalegir trukkar sem eiga ekkert erindi í bæ af þessari stærðargráðu, gefur bænum hallærislegan blæ af suðurrískum rauðhnakka rykholu stað, vantar bara þessar eyðimerkur gras/hey/eitthvað kúlur sem fjúka á milli tómra húsa. En þetta verður annars forvitnileg dvöl sem ég ætla að festa á minniskubb. Nóg í bili, sjálfur ætla ég að skella mér í bólið. Allir hressir í Kanger !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home