miðvikudagur, júní 23, 2010

sól og smá gola hérna í Sisimiut, annars allt við það sama hérna á safninu. Úlfur Snorri kom þó við með leikskólanum, eða vöggustofunni og það var dálítið leitt að heyra í honum þar sem að hann talaði bara íslensku við hin börnin og starfsfólkið, engin viðbrögð frá þeim... enda illfært að skilja íslenskuna hérna á Grænlandi, það er að segja fyrir Grænlendinga.
Hengdi upp frábært kort af Sisimiut frá 1940 og tappaði í nokkur göt. Núna er þessum degi að ljúka hérna á safninu og það eina sem að á eftir að gera er að slökkva og læsa.
Hugmyndir vökuðu í dag og það er spurning hvernig þær eiga eftir að þróast á komandi dögum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home