föstudagur, desember 26, 2003

Sit h�rna og get ekki skrifad islenska stafi ... er samt a Islandi oooootrulegt. Er buinn ad vera veikari en andskotinn fra thvi a adfangardagsmorgun. Er ad brydja einhverjar pillur en thad er ekki thad versta thad versta er ad eg get ekkert sofid. Um leid og eg leggst nidur tha kemur einhver osynilegur madur eda tr�ll og sest ofan a mig og thad er alveg sama hvernig eg sny mer hann er alltaf tharna tilbuinn ad setjast ofan a mig. Thetta er ekki rettlatt, ad vera herna til ad eyda friinu i veikindum. Hef reyndar bordad vel ... mj�g vel, thvi ber ei ad leyna. Eg er heldur ekkert ad skammast min fyrir thad og eg myndi borda mun meira ef eg v�ri ekki veikur .... �ps�ps�ps er b�inn a� finna �slensku stafina ��������og ������ og aftur ����� � LOVE IT !!! Hva� um �a� �� er �g alveg a� farast yfir �v� hva� �a� er gott ve�ur h�rna. S�rstaklega � dag �sakalt logn hei�sk�rt og ro�i. Alveg eins og ekta p�stkort. �a� var reyndar ekki alveg eins gott ve�ur fyrstu tvo dagana. �v� segji �g eins og stj�rnm�lamennirnir ... f�lk er flj�tt a� gleyma. Til ykkar �arna �ti sem fengu� ekki j�lakort fr� m�r ... �a� var �st��a fyrir �v�. �g vona samt a� �i� �ll hafi� haft �a� gott yfir j�lin og muni� a� Hafnarfjar�arpart�i� er � morgun stundv�slega kl 21 � leikh�sinu og svo koma �ram�t !!

laugardagur, desember 20, 2003

Það er að gerast á morgun að ég fari til Íslands eða eins og þeir segja þarna fyrir austan islam - s. Geri mér engan vegin grein fyrir hvernig þetta verður allt saman, það eina sem ég veit er að ég sakna þess að hafa ekki Ingibjörgu og Björn hérna til að slást við. Ég er alveg búinn að komast af því af hverju ég var veikur ... óregla og ekkert annað en óregla. Nei ég var ekki að drekka eða að dópa eða að gera eitthvað sem maður má ekki gera. Bara það að borða ekkert allan daginn og bæta það svo upp með hamborgarahryggsáleggi, brie og rabbabara/jarðaberjasultu. Það er ekki að gefa sig. Var í gær að tæma myrkraherbergið. Núna á ég heilt myrkraherbergi niðrí kjallara (þarf bara að finna stað til að setja það upp). En það er gott að vita það, eins og ég veit að það er gott að borða reglulega og stunda íþróttir ... en hvað geri ég. Það er gott að vita það.

miðvikudagur, desember 17, 2003

Þá er maður bara veikur ... það er ekki það sem ég get verið að skemmta mér yfir núna. Sérstaklega þar sem ég þarf að klára ákveðna hluti áður en ég kem til landsins. Ég ákvað þó að skella mér í CS í kvöld hélt að það myndi hjálpa mér í gegnum þessar vítiskvalir. Sem það og gerði ... þangað til nú. Núna sit ég hérna heima á erfitt með að halda fókus (augu) er þungur (lungu) og er með verk allsstaðar (bein). Vitleysa er þetta og svo er ég búinn að lofa mér í vinnu á morgun í öðru landi. Er eitthvað hægt að gera til að losna við þetta. Núna veit ég að ef maður er með blöðrubólgu þá á maður að drekka trönuberjasafa og simmsalabimm bólgan fer. En ég er ekki með blöðrubólgu og satt að segja er mér alveg sama um fólk með blöðrubólgu í dag. Það er bara að harka þetta af sér ... fara snemma að sofa og svoleiðis. Á morgun kemur nýr dagur með skellum við sku ... nei þetta er ekki að virka. Góða nótt ... og ef ég dey í nótt þá bið ég bara að heilsa.

mánudagur, desember 15, 2003

Það er þetta með að gefa og þyggja sem ég er eitthvað að föndra við þessa stundina. Ekki endilega jólunum að þakka eða kenna. Bara skemmtileg tímasetning. Ekki satt ? Var í morgun að fara yfir sumt með hinum tveimur úr myrkraherberginu. Þetta sumt er það dót sem á að vera eftir þegar að við yfirgefum staðinn. Núna er það nefnilega komið í ljós að það á sennilega að fjarlægja það fyrir fullt og allt. Það segir okkur að allt það sem við skiljum eftir okkur verði hent á haugana. Ekki er það nú gott segji ég sem get verið alveg hreint ágætur í að safna að mér allskonar dóti/drasli sem ég virkilega trúi að ég komi til með að nota í framtíðinni. Til dæmis tók það mig fimm eða sex ár að henda dós sem ég átti (sem áður var brúkuð undir 500 gr af kaffi, Merrild), undir minni vörslu geymdi þessi dós ekkert annað en teyjur ... þúsundir og aftur þúsundir af teyjum. Ég man ekkert hvar ég fékk þær og ég man aldrei eftir því að ég hafi nokkurntíma sett teyju ofan í þessa áðurfyrr kaffidós, en alltaf tók ég þessa dós með mér í öllum mínum flutningum. Svei mér þá ef þessi dós sé ekki frá því að ég bjó í Ásgarði, þar var ég frá 7 til 12 ára aldurs að mig minnir. Sem þýðir það að það tók mig ekki fimm til sex ár að losna við hana heldur ... 24 !!
Það versta við þetta allt saman er að þegar ég fer að hugsa betur um þessa dós þá man ég allt í einu eftir því ... hún er uppí Grafarvogi, í bílskúrnum hjá Kára bróðir ásamt gömlum verkefnum úr Réttó.

föstudagur, desember 12, 2003

Eins og ég var hress í morgun er ég þreyttur nú.
Langur föstudagur framundan, er á leið í julefrokost. Jólahédegismat sem er haldinn hérna úti á kvöldin. Af hverju heitir þetta ekki þá julemiddag eða juleaftensmad. Það er eins og ég viti hvað það verði "gaman" í kvöld og þar af leiðandi er ég þreyttur. Já þetta eru góð rök, duga skammt en ég reyna samt að trúa. Að trúa er að vera að vera er að gera að gera er að skilja að skilja er að læra að læra er að trúa að ... já sjáiði að ganga í hringi og taka ekki eftir því.

fimmtudagur, desember 11, 2003

Í dag : LÍF MITT SEM KONA
Vakna, Ingibjörg á leið í fyrirlestur, gef Birninum að borða, vaska upp glösin eftir gesti gærkvöldsins, Björninn sofnar. Fanga þvottinn með báðum höndum, flokka hann, græja og geri klárt. Björninn vaknar, við sláumst (rútína). Kem Birninum fyrir í poka frá ömmu sinni og í vagninn, keyri útí þvottahús, brosi til fólks á leiðinni. Komum heim, hita kaffi, við sláumst (rútína), næ að drekka hálfan bolla. Aftur í pokann í vagninn og af stað, muna að brosa til fólksins á leiðinni. Þvottur settur í þurrkara og vindu (öfug röð). Kem heim aftur og athuga hvort pósturinn sé kominn(í annað sinn), hann er ekki kominn. Núna er Björninn sofnaður aftur og ég er á leið út í þvottahús til að ná í restina, er að drekka molluheitt kaffi á meðan þetta er skrifað. Ingibjörg kemur heim rúmlega 1 til að fara í svona mæðragrúppu með Björninn á meðan fer ég út til að gera klárt fyrir kvöldið þar sem fólk verður að borða hérna í kvöld. Ingibjörg fer svo að vinna kl 17 og fram eftir nóttu, sem þýðir að ég þá fæ aftur völdin sem kona á mínu heimili. Ef þetta er ekki spenna og ótti blandað ánægju og óvæntum uppákomum þá veit ég ekki hvað. Bíðið bara og sjáið hvað Ólafur(ofurkvendi) gerir á morgun. Ég kann líka að bíta ....ggggrrrrrrrrrrr.

miðvikudagur, desember 10, 2003

Þá gerðist það KulturFabrikkensMørkekammer er ekki lengur til. Það krefst mikils aga að vera Dani, það er að segja að vera aumingi24/7. Hérna úti er ekki bara alltílagi að gefast upp, nei það er klappað á bakið á manni og sagt "ég skil þig". Þetta var þannig að við vorum 6 ljósmyndarar sem leigðum myrkraherb. en síðan komu einhverjir unglingar fyrir þremur helgum og brutu þrjár rúður og voru með einhverjar hótanir. Hverfið er alveg að bjóða upp á svona lagað, þannig að þetta kom mér ekkert á óvart. Það sem kom mér á óvart er einn sem heitir Peter (einmitt) hann vinnur fyrir sér á einni verstu búllu í Kaupmannahöfn, hann fékk bara tár í augun og fór. Þar á eftir fylgdu tvær stúlkur og nú erum við þrír eftir og þar sem einn af okkur þremur er ekki tilbúinn að borga hærri leigu þá erum við bara tveir eftir ... sem þýðir að þetta er búið spil. En Ólafur gerði góð kaup, fékk einn stækkarann plús dótarí fyrir 500 dkr sem er bara grín. Nú er bara að fara út og finna mér stað sjálfur og segja þessu pakki að fara fjandans til. Úrra úrra úrra (og svo svona lítið royal úrra). Já danir segja sko úrra eða úgra ... einmitt, aumingi24/7. En það er sól úti og það var frost með stórri Z í nótt. Fattiði ZZZZZZZZ hvað það er kalt ... fyndið. Hvað ætli maður geti hengt upp þunga hluti með gaffa/tesa límbandi ? Nei ég er bara svona að spá.

þriðjudagur, desember 09, 2003

Það er eins og að ganga í hringi og vita ekkert af því. Í dag fann ég niðrí kjallara fullt af lyfjum, sem ég samviskusamlega safnaði saman í kassa og fór með niður í apótekið hérna á horninu til að láta eyða. Þegar að þangað kom spurði ég ungfrúna í afgeiðslunni um virkni þessara lyfja. Já, hún spurði mig svona fimm sinnum hvort að ég ætti þessi lyf. Hún nær í lyfjabókina sína og flettir upp því lyfi sem liggur efst í bunkanum, já það voru svo um það bil sjö mismunandi lyf í þessum bunka. Og hún flettir og flettir og flettir og segir svo við mig að þetta lyf sé ekki í bókinni en að hún viti að þetta er svona antidópamín og við erum að tala um að þarna voru 4 mg lyf sem drepa hesta. Það er að segja að einhvert heroíngreyið er búið að týna öllum lyfjunum sínum. Ekki bara lyfjunum sínum heldur allri búslóðinni, kjallarinn er fullur ef einhverju drasli, sem engin hirðir um að hirða upp. Og núna þegar að ég veit að þetta eru allar jarðneskar eigur eiturlyfjasjúklings, þá spyr ég sjálfan mig hvar er eiturlyfjasjúkingurinn ?

laugardagur, desember 06, 2003

Það er ekkert betra enn að vakna með sólina beint í andlitið ... þá hugsið þið ha er sólin komin svona snemma upp á Amager. En nei nei ekkert svoleiðis það er bara að sofa til hádegis þá passar þetta fínt. Það er lesblind hátíð á Íslandi í dag þar sem einn er að árita lesblindubókina sína ... hmmm það er svona. Er eitthvað að reyna að jafna mig eftir átök gærdagsins, ég vill fá að kenna Jakobi um allt það sem gerðist í gær. Hann er Lúsífer í mannslíki eða var það Lúísa eða Karíus. Það skiptir ekki máli. En það var gaman ó jájá. Einhver var reyndar svo vinsamlegur að drepa í sígarettu á bakinu á mér. En svona er þetta, ætli ég sé ekki búinn að brenna margar axlir og bök á mínu reykingarskeiði. Þannig að núna var borgunardagur. Reyndar fékk ég þarna tilefni til að fá mér úlpu eða jakka eða eitthvað svoleiðis. Á meðan ég er að rita þetta, þá er ég að hlusta á rás 2 og hvernig er þetta með þessar syngjandi auglýsingar.