sunnudagur, janúar 15, 2006


... Posted by Picasa
Þá er maður búinn með ritgerðina og svo á bara eftir að afhenda ... á morgun kl 10.
Það er ekkert grín að vera án konu og barns. Hélt að maður myndi bara rokka og vera rósalega frjáls og prump og peð. En nei nei mér dauðleiðist, er búinn að hengja mig uppá nágranna mína sem eru alveg að vera búnir að fá nóg af mér. ÉG VILL BARA F'A KONU OG BARN AFTUR !!!
Eitthvað búinn að verkefnast í íbúðinni, hengja upp myndir og rífa burt hluta af skáp, þið vitið þetta sem maður gerir þegar að manni leiðist. Þau koma allavega á þriðjudagsmorgun og þá verður gaman aftur.

föstudagur, janúar 13, 2006

Það er alltaf jafn gaman að vera skotinn í fjölskyldu sinni.

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Er búinn að fá lokaverkefnið, sem mér líst bara nokkuð vel á. Er þegar búinn að minnka lesefnið um 400 síður. Þá er það bara næsta stig og það er að skera niður (mér líður eins og ráðherra). Ég þarf sum sé að fá 500 síður pakkaðar saman í 9 og láta það samt líta vel út ... já alveg eins og einhver ráðherra. En ég er jákvæður og gef engin já eða nei svör, vísa bara á hitt og þetta og ætlast til að það hjálpi til. Er líka búinn að læra það, að svara spurningu með tilvísun í eitthvað allt annað. Dæmi:Samfélagsmyndun og þróun Netsilik eskimóa og samlíkja við Yupit. Svar:Það er ekki hvernig það hefur gerst og ekki hvað hefði getað gerst ... heldur hvernig við lesum úr því. Djöfull er þetta auðvelt. Þjóðir heims eru að kjósa yfir sig menn sem geta ælt svona "snilld" út úr sér (notabene þeir eru með PRmenn sem semja allt fyrir sig). Já það er yndislegt að hafa vald og enn betra þegar að maður getur misnotað það. Er það ekki annars ?

sunnudagur, janúar 01, 2006


og meiri snjor ... Posted by Picasa

snjor og meiri snjor Posted by Picasa
Skóli á morgun og framundan eru tvær vikur í stressi og ritvitleysu ... en þar sem maður er náttúrulega svo öruggur með sig þá er þessi ritgerð bara kökusneið. Svo koma aðrar tvær vikur og þá á bara að taka á því með grænlenskuna og tala og mala grænlensku, sem ég notabene er eiginlega búinn að gleyma. Það þurfti ekki mikið til ca 20 kg af kjöti plús meðlæti og óhemju mikið af vökva í öllum regnboganslitum og þá er maður búinn að gleyma öllu !