þriðjudagur, janúar 03, 2006

Er búinn að fá lokaverkefnið, sem mér líst bara nokkuð vel á. Er þegar búinn að minnka lesefnið um 400 síður. Þá er það bara næsta stig og það er að skera niður (mér líður eins og ráðherra). Ég þarf sum sé að fá 500 síður pakkaðar saman í 9 og láta það samt líta vel út ... já alveg eins og einhver ráðherra. En ég er jákvæður og gef engin já eða nei svör, vísa bara á hitt og þetta og ætlast til að það hjálpi til. Er líka búinn að læra það, að svara spurningu með tilvísun í eitthvað allt annað. Dæmi:Samfélagsmyndun og þróun Netsilik eskimóa og samlíkja við Yupit. Svar:Það er ekki hvernig það hefur gerst og ekki hvað hefði getað gerst ... heldur hvernig við lesum úr því. Djöfull er þetta auðvelt. Þjóðir heims eru að kjósa yfir sig menn sem geta ælt svona "snilld" út úr sér (notabene þeir eru með PRmenn sem semja allt fyrir sig). Já það er yndislegt að hafa vald og enn betra þegar að maður getur misnotað það. Er það ekki annars ?

3 Comments:

Blogger Regína said...

X-Óli!

11:24 f.h.  
Blogger Sigurður Högni Jónsson said...

Framtíðarsendiherra Íslands á Grænlandi

5:58 e.h.  
Blogger Sigurður Högni Jónsson said...

eða Grænlands á Íslandi

7:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home