mánudagur, desember 19, 2005

Jæja þá er kominn mánudagur eftir erfiða helgi. Ég hef barasta ekki verið svona fullur í langan tíma. Við erum að tala um frá 13 á föstudegi til 03:30 og svo aftur á laugardaginn frá 23 til 06. Það er nú meira. Og núna er ég veikur ... skrítið ?! Verð samt að drífa mig í að pakka öllum þessum jólagjöfum því á morgun verður haldið til Svíþjóðar, til Tóta. Hann er einmitt á leið til Íslands og þá er það prímafínt að hann taki smá með sér. Annars er ég ekki að nenna að skrifa þessi jólakort. Hvað er það. Einu sinni á ári á maður að skrifa kveðjur vil vina og vandamanna og hvað gerist aftur og aftur og aftur. Maður fer að leita að listanum, sem er líklegast ekki lengur til en maður fer samt að leita svo fer maður á netið til að leita þar(og hvað er ég að gera núna). Að lokum kemur það besta ... það sendir enginn okkur jólakort hvort eð er. Af hverju ættum við þá að vera að senda. Ég er nokkuð viss að það eru margir sem hugsa svona. Nei nei nú dríf ég mig út og kaupi pappir og frímerki og allt það sem þarf til að föndra jólakort og svo sendi ég það. Það verður jú aldrei komið til Íslands fyrir jól en vonandi fyrir áramót.
PS. Bessa og Pálmar takk fyrir frábæra heimsókn !!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home