fimmtudagur, desember 08, 2005

Þá gerðist það ... ég var tekinn bókstaflega í rassgatið í skólanum í dag. Ágætt að fá egóið rekið ofan í kok svona af og til ! Þar sem ég var að halda smá fyrirlestur fer kennarinn, miðaldra kona, að skaka sér í stólnum. Ekki það að henni þótti svo mikið til komið í ræðu minni síður en svo. Hún var alltaf að bíða eftir að ég kæmi mér að efninu. Sem ég gerði ekki. Henni til mikillar gremju. Samviskusamlega hafði ég lesið allar greinarnar margoft ... bara ekki þá er ég átti að halda fyrirlestur um ! Æi. Hún fer eitthvað að nefna einhvern póst sem hún hafði sent út og jájá ég fékk póst fyrir 2 vikum. Ég var bara ekki alveg að muna innihaldið. Þar til Laura nefndi að hún hefði líka fengið sambærilegan póst. Þá mundi ég allt saman ... bara dálítið seint. Reyndi eitthvað að redda mér þar sem ég hafði nú lesið textan, en allt kom fyrir ekki og áður en ég vissi þá stóð ég í skít uppað hnjám, rúmlega. Hvað má læra af þessu ... ef maður á að gera eitthvað, sama hvað það er þá er best að fá það á hreint hvað maður á að gera áður en maður byrjar á því. Standa svo fyrir framan bekkinn sinn eins og hálfviti ... næs Óli. VEL GERT.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home