laugardagur, nóvember 12, 2005

Fór á þessa fínu tónleika í gær með Hjaltanum og hittum við Siggalinginn rétt áður til að renna einum niður. Apparat Organ Quartet, spilaði og spilaði af mikilli innlifun. Og það var alveg að virka á mannskapinn. Rúnar heyrði reyndar í tveimur drengjum sem sátu við hliðiná honum eftir tónleikana, þar sem annar segir "jaaaaaáááá ég var sko á sálinni hérna síðustu helgi ... tíu sinnum betra en þetta !". Fólk er fífl !! Fólk sem hlustar á sálina er fífl, fólk sem borgar 300 krónur danskar til að horfa á sálina eru enn verra og það fólk sem var að ferðast á milli landa til að berja þá augum ... ég veit það ekki. Ég hreinlega veit það ekki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home