miðvikudagur, október 26, 2005

Jæja nú varð ég aldeilis hissa. Ég er ekki sá maður sem les stjörnuspár og lifi eftir því ... en detta mér allar dauðar lýs úr höfði. Málið er það að ég er að byrja á fyrsta verkefninu mínu í dag, það er að segja að ég á að skrifa 10 síðna ritgerð úr hefti sem við erum að vinna með, svara 4 mismunandi spurningum með vísanir í hitt og þetta. Allt á dönsku auðvitað. Ég ríð ekki feitum hesti hvað varðar orðaforða þó svo ég hafi búið hér í yfir 6 ár. Þá meina ég akademíska dönsku. Nema hvað hérna kemur spá mín fyrir daginn í dag ...

TVÍBURAR
21. maí - 20. júní
Í dag á tvíburinn að læra að hafa hemil á hvatvísi sinni. Langtímaárangur krefst uppbyggilegra ráðstafana, sem kannski virðast tilviljanakenndar til þess að byrja með, en eru órjúfanlegur partur af velgengninni.

Er þetta ekki alveg makalaust.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home