laugardagur, október 01, 2005

Já þá er bara að koma nýr dagur og allt það. Á morgun á að fara og horfa á fótbolta. Var einmitt að tala við einn kennara minn síðasta föstudag (Frank) "já svo er bara bolti um helgina" og hann svarar "ég horfi ekki á fótbolta" og þá fann ég hvert ég er sokkinn. Það er ekki langt síðan að ég sagði það sama og ég verð að játa að ég veit ekkert um fótbolta. Maður er að reyna og það er reyndar dálítið fyndið þar sem ég man ekki nöfn (almennt) hvað þá að muna stöður, skoruð mörk, leikmannastöður og skipti og ég veit ekki hvað og hvað. Þá er það ákveðið ég horfi á boltann á morgun og svo legg ég þetta á hilluna. Já svona eitt í lokinn ... you never walk alone. Ég kann ekki einu sinni laglínuna við þetta !!!!

2 Comments:

Blogger Sigurður Högni Jónsson said...

Veistu Óli, ég held að séum búnir að horfa á síðasta fótboltaleikinn í bili. Maður á alltaf að taka mark á hjólinu sínu. Reynum þá frekar að sparka sjálfir á miðvikudag...

10:33 f.h.  
Blogger Unknown said...

sammála !!!

11:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home