mánudagur, september 05, 2005

Þá er það komið í gang, námið. Og ég á strax við agavandamál að stríða. Ég ætti tildæmis að vera að lesa núna, en nei nei það er best að fara og drekka smá meira kaffi, (ég er kominn með brjóstsviða og ég fæ aldrei brjóstsviða) reykja aðeins meira, (mér er illt í hálsinum) skrifa hérna smá klausu (sem ég er ekki að gera dagsdaglega) og allt það sem minna skiftir máli. En jæja þetta er kannski bara það sem maður kallar byrjendafasi. Já já auðvitað.
iipilitortunngoqqikkaluarpoq = sá sem jú annars er byrjaður að borða epli aftur. Þið náðuð því er það ekki. Ég er ekki að skilja.

2 Comments:

Blogger SL said...

Kemur allt með kalda vatninu....

3:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jú náði þessu alveg..... gott epli..... fær kannksi kennarinn eitt á borðið við hvern tíma..... mæli þá með grænum frekar en rauðum... súr og safarík.... hal

5:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home