miðvikudagur, október 19, 2005

Ekki slæmt það að hringja í skólafélaga sinn og spyrja hvort viðkomandi sé í stuði að hittast á morgun til að fara yfir námsefnið og hann spyr mig hvort ég sé ekki í fríið eða hvað !!?? Og heldur áfram með því að segja "blessaður vertu, það er ekki fyrr á mánudaginn sem við vitum hvernig við eigum að gera þetta (ritgerðina)"." Allt í lagi" sagði ég og lagði á ... ég er búinn að vera í tölvuspili síðan. Reyndar gat ég fengið hann til að hittast á sunnudag yfir kaffi til að fara aðeins yfir. Mér er farið að líða eins og námsfíflinu, þið vitið hálfvitinn sem sagði alltaf þetta er sko ekkert mál því þetta er svo gaman. Í dag er ég námsfíflið og það er bara svalt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home