mánudagur, nóvember 21, 2005

Maður á ekki að borða súkkulaðiköku eftir klukkan 17, þó svo hún sé með matskeið af hveiti í. Maður á ekki að drekka bara kaffi yfir daginn, þó svo það sé vökvi. Maður á ekki að eyða óþarfa tíma á netinu, þó svo maður GÆTI lært eitthvað af því. Það er margt sem að maður á ekki að gera en djöfull væri nú leiðinlegt að vera til ef maður færi eftir því. Ég er annars að reyna að setja saman setningar á grænlensku, eins og þessi :"Grænland kalaallisut ateqarpoq Kalaallit Nunaat" og "Atuartut maanna aasami atuanngiffeqarput". Já það er bara gaman að læra grænlensku. Það er annars kominn vetur hérna úti og á morgun ætla ég að fara út og taka myndir til að sanna mál mitt og sýna á veraldarvefnum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home