fimmtudagur, janúar 31, 2008

Það er rok á Amager í dag...

föstudagur, janúar 25, 2008

Þá er ég búinn að gera upp önnina og framundan er vinna og smá verkefni sem ég er að fara að vinna með einum Jakub, meira um það síðar. Annað er svo sem ekki að frétta, allir í þokkalegu stuði og heilsan er ekki að hrella neinn eða frekar þá heilsuleysið. Framundan eru bókanir um allar jarðir og það er bara til að gleðja mann yfir þessa síðustu gráu vetrardaga. Það er munaður að komast loksins í bókaskápinn okkar og byrja að lesa allar þær bækur sem hafa safnast saman þar á síðustu mánuðum. Já eitthvað allt annað en fornleifafræði, kalaallit eða kirkjubyggingar frá miðöldum. Einn góðan Jökulsson og þaðan beint í þýðingar Gunnars Dal á smásögum Tolstoys. Ég get ekki beðið.
Að lokum: áfram samfylkingarsjálfstæðisframsóknarfrjálslyndivinstrigræniflokkurinn, gleymdi ég einhverjum...?

sunnudagur, janúar 20, 2008

Já þeir vilja bara láta planta geðsjúka skákaranum í Þingvöllum, nei ekki í Skötugjá eða Túngjá eins og mér datt fyrst í hug - nei nei bara að fá að planta honum í sjálfum þjóðargrafreitnum. Það er aldeilis.
Annað, ég er orðin sökker fyrir bláberjamöffunum í Lagkagehuset við Christianshavnstorg. Djöss og ég sem ætlaði að taka á því eftir jólin... nusss jæja ég fór þó ekki yfir 90 kg eins og ég hef gert yfir hver einustu jól síðan að ég flutti til Danmerkur. Þýðir það að ég sé farinn að borða minna? neibs það þýðir að ég tók stólpípuna á þetta fyrir jól. Saltkúr og trefjar beint í æð og ekkert múður, eða ekki. Jæja ég verð að halda áfram að æfa mig fyrir grænlensku prófið komandi fimmtudag. Takussaagut!

mánudagur, janúar 14, 2008

Þá er barsasta komið nýtt ár, já ég fattaði það eiginlega þegar ég var að skrifa einhverja dagsetningu í gær. 2008 - já og sei og sussum fuss. Við hjónin erum dálítið farin að telja niður dagana þar til að við flytjum til Íslands aftur, en erum samt staðráðin í því að njóta komandi vors, sumars og hausts þar sem þetta verður líklegast í síðasta skipti sem við verðum búsett í veldi dana yfir þessa árstíma. Jæja vinna vinna.

föstudagur, janúar 11, 2008

...mér tókst að lesa 100% af námsefninu frá 2.janúar, fór í próf í morgun og fékk skítna 4, sem er gamla 7 og af hverju, ég skal segja þér af hverju "ég var alltaf að bíða eftir því að þú skilgreindir centralpladser... allt hitt var mjög gott". Já takk gamla kerling, djöfull hata ég munnleg próf eða eins og þessir hálvitar hérna kalla það "oral". Meira "anal" helvítis djöfull. Jæja þetta var 75% af lokaeinkunn og ég fékk að vita það ritgerðin var glæsileg þannig að sem heiðursmaður þá ætla ég ekki að láta þetta líta út eins og höfnun heldur áskorun... djöfull skal ég detta í það í kvöld!