sunnudagur, maí 20, 2007

Settist niður og tók það saman sem ég þarf að lesa fyrir 4 júni næstkomandi... já já ég svitna. Leit líka á grænlenskuna sem ég þarf að gera grein fyrir þann 30. maí. Ajorpunga, ég á ekkert annað orð yfir það. Hvað um það, dagurinn í dag er búinn að vera hrein snilld og núna er ég að bíða eftir því að getað snúið tveimur spýtum sem ég er að mála, þær verða sennilega þurrar eftir einn bjór. Já það líst mér vel á. Á það líka skilið. Sól og svalandi vindur í allan dag.
Já og ég er að hlusta á Bjarna Fel á Rás 2, hann rúlar heldur betur sá gamli!

laugardagur, maí 19, 2007

Efnisorð:

Efnisorð:

Efnisorð:

fimmtudagur, maí 17, 2007

Þá er frúin farin til Austurríkis og við feðgar búnir að slást a la Björn (þinn gerir svona og svona og minn gerir svona og svona). Nú er hann sofnaður og ég er að reyna að fá mig til að líta á þær greinar sem ég hef ekki náð að lesa í vor... það var að koma nýr Heroes þáttur. Þannig að ég kíki á hann aðeins (einungis 40 mínútur) og svo verður tekið á því... hmm svo ætla ég að mála og Hafsteinn er á landinu með fjölskyldu og ég þarf að líta aðeins á hjólaflotann og smíða litla báta með Birni sem við ætlum að sjósetja í nánustu framtíð. Allt þetta plús húsfeðrastörfin, vinna og skóli. Vó það er fullorðins að vera grasekkill.

sunnudagur, maí 13, 2007

...hvað get ég sagt. Stjórnin heldur velli og minni áhugi á að flytja heim.

fimmtudagur, maí 10, 2007

já það er þannig að ég er ekki búinn að virkja bloggið mitt hjá mbl sem er verkfæri andskotans að mínu mati eins og er og það sem versta er að fólk getur verið að skrifa tómt rugl... æi ég nenni þessu ekki. Góða nótt gott fólk og verið nú gott við hvort annað.
Jæja nú er ég kominn í stuð. Ég ætlaði að skrá mig í blog vítinu hjá mbl en fékk að vita þetta: Rísi dómsmál vegna notkunar vefsins skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þannig að farðu í rassgat mbl.is. Ég skrifa það sem mér sýnist, ekki er ég að lögsækja þig. Nei það má ekki...
Ok þá get ég byrjað, í það fyrsta vill ég drulla yfir fólk sem er að horfa á evróvisíón og tekur það inná sig eins og tildæmis http://hehau.blog.is/blog/hehau/entry/206417/ sem tengir þessa tónlistarvælu við lýðræði... þú ert hálfviti, í raun kristallast... ertu að grínast? http://erling.blog.is/blog/erling/entry/206413/ þessi kom með landakort til að sanna hvað var virkilega að gerast í "alvöru" heiminum í dag... en nú tók steininn úr. Hvaðan kemur þetta fólk ég spyr? Ég vona að þú lesandi góður sjáir hvert ég er að fara með þessu. Gleðibankinn vann og það er ekkert land, lýðræði eða kosning sem getur sagt annað. Eiríkur... þinn dagur mun koma