miðvikudagur, júní 23, 2010

sól og smá gola hérna í Sisimiut, annars allt við það sama hérna á safninu. Úlfur Snorri kom þó við með leikskólanum, eða vöggustofunni og það var dálítið leitt að heyra í honum þar sem að hann talaði bara íslensku við hin börnin og starfsfólkið, engin viðbrögð frá þeim... enda illfært að skilja íslenskuna hérna á Grænlandi, það er að segja fyrir Grænlendinga.
Hengdi upp frábært kort af Sisimiut frá 1940 og tappaði í nokkur göt. Núna er þessum degi að ljúka hérna á safninu og það eina sem að á eftir að gera er að slökkva og læsa.
Hugmyndir vökuðu í dag og það er spurning hvernig þær eiga eftir að þróast á komandi dögum.

þriðjudagur, júní 22, 2010

jæja þá sumarsísonnið byrjað. Fyrsta skip sumarsins kom í dag, sprengfullt af ferðamönnum og konum. Við á safninu erum sko aldeilis búin að taka til hérna, búið að opna gömlu smiðjuna og það í fyrsta sinn, ný kajak sýning í gulahúsinu, plús fornleyfafræðihornið okkar er glænýtt og nýjir tekstar við saqqaq. Japanskar ljósmyndir í gömlu búðinni og iðnaðarþróun á svæðinu á annarri hæðinni hérna í B23. Núna er bara verið að skanna myndir aftur enn á ný og taka á móti upplýsingaþyrstu fólki. Hitinn er að fara aðeins uppávið og mýið er komið með trompi. Sjálfur ætla ég að fara í bátinn í kvöld og festa eina lúgu, já núna er maður alltaf að vinna í bátnum, eða þannig sko. Jæja skanna og brosa - það er verkefni dagsins.