mánudagur, febrúar 28, 2005


Smellt ...  Posted by Hello
Þá er kominn mánudagur ... það góða við þennan skóla minn er það að þegar að maður er alveg búinn að fá nóg af því að hanga og gera ekkert þá getur maður fengið svona blaðsnepil ... skrifað á hann einhverja vitleysu um það að maður sé að fara út að taka myndir og sitthvað fleira. Skilað inn þessum miða farið heim og borðað hádegismat með Ingibjörgu. Erum svo á leið í íslenska sendiráðið að fá passa fyrir Björninn, þar sem við verðum í Búlgaríu yfir páskana og þeir hleypa engum inn nema að þessi ákveðni einhver sé með vegabréf.
"Uhhhh, nu kan jeg mærke det" -Sara Bro

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Já það er svo ... ég get ekki sagt að ég sé að rækta þessa síðu. Ekki vel að minnsta kosti. Það er ekki þar með sagt að ég sé lítið við tölvuna ... þvert á móti.
Annars er það að frétta af mér að ég er að fara að skifta um nám. Ég er ekki að fá það út úr þessu námi mínu það sem ég vonaði og mér finnst það vera tímasóun að hanga í skóla og gera ekkert. Ekki það að ég sé ekki að gera neitt ... nei nei ég skila mínu meira en flestir í bekknum sem ég er í. Fengum verkefni fyrir þremur vikum sem var ekki skylduverkefni, bara svona til að breyta til og gera eitthvað annað en "lokaverefnið" (þar fáum við 10 vikur ... til að skila 11 myndum !!). Allavega af 40 manns vorum við 3 sem skiluðum. Það þykir mér heldur aumt. Þannig að þetta nám er ekki að hafa nein sérstök jákvæð áhrif á mig. Svo er ég líka hættur að reykja, þannig að þetta er bara til þess að ergja mig enn meir.
Úti er mínus 10 gráður og sól ... ég er á leið í myrkaherbergið að framkalla. Fór þangað í gær og ég get sagt ykkur það að það var dásamleg tilfinning. Verst er að við erum að fá fólk í mat í kvöld, ekki það að það sé slæmt, heldur að þá get ég ekki verið þarna niðri nema í takmarkaðan tíma.
"I flere dage nu, ingenting ..." - Paul Auster

laugardagur, febrúar 05, 2005

Þetta er það nýjasta ... að skrifa alveg blindfullur. Konan er að leysa út vinkonu okkar frá spítalanum þar sem hún fékk andlitshögg frá fyrrverandi sambýlismanni. Já það er ekki eins og það gerist ekkert hérna úti. Af hverju finnst mér eins og ég búi á focking Hornafirði núna. Til andskotans með útsker til andskotans með þorp til andskotans með smábæi, ekki það að fólkið þar er mér til gremju heldur andrúmsloftið ... hugsunin um það "ekkert" sem gerist í lengri tíma. Um það þegar að fólk veit meira um mann sjálfan en maður sjálfur ... eða hefur allavega hugmyndir um það hvernig maður er. Ég er annars í alveg frábæru skapi ... hérna er bara stuð. Er að hlusta á Rentokiller, sem er alveg frábært rokkarí frá Svíþjóð, en þaðan var ég einmitt að koma. Jæja ég nenni þessu ekki lengur, bið að heilsa ... ég þarf að drekka meira til að lifa þetta af. Það er gaman að drekka. AÐ DREKKA ER G'OÐ SKEMMTUN.