föstudagur, mars 31, 2006

Það er að skella á, ferðin stóra til Svíþjóðar. Ég er með hnút í maganum ... ekki af því að ég er spenntur sem ég er jú einnig. Heldur af því að það má hvergi reykja í Svíþjóðinni.
Annars er ég í helvíti góðu skapi, þar sem kennarinn minn kom til mín í dag og fór að vitna í eitthvað sem ég sagði og seinna skrifaði um. Tekur um öxlina á mér og segir að ég hafði greinilega hitt á taug þar sem einn VIRTASTI mannfræðingur í helvítis heiminum er nýbúinn að gefa út grein um þetta sem ég vissi allan tímann. Stundum er alveg hreint ágætt að koma sterkur inn á réttum tíma. Og svo er föstudagur í dag og það er snilld og það rignir sem er reyndar ekki alveg jafnmikil snilld og ég er alveg tryllt skotinn í fjölskyldunni minni. Þetta verður ekki betra ... eða ?

fimmtudagur, mars 30, 2006


... fruin er ekki sma hress med thetta ... Posted by Picasa

þriðjudagur, mars 21, 2006


... en skaersommernatsdrom Posted by Picasa
ég á að vera á fullu í því að skrifa um oral tradition og öllum þeim vandræðum sem því fylgir, en ég er bara að gera eitthvað allt annað. Í gær fór ég að taka myndir fyrir hann Sigurð Óla. Nokkuð gaman svo ég segi sjálfur frá. Það er alltaf þannig að þegar að maður er kominn á staðinn og byrjaður að taka þá vill maður ekkert annað í heiminum ... þá brennur maður fyrir fagið. En svona þremur tímum áður þá er maður alltaf eitthvað að naga sig í handabökin og vesen. Svona er maður skrýtinn. Hér að ofan er ein af þeim myndum sem ég tók í gær ... þetta er algjör snilld !

mánudagur, mars 06, 2006

Þá er það ákveðið ... ég hata tölvur og ég hata þráðlaust internet meira. Jújú allt í lagi á meðan það virkar. En þegar það virkar ekki og helvítis draslið sem liggur á bakvið sjónvarpið hjá mér er alltaf að dæla nýjum IP eitthvað í hausinn á mér (þó ekki bókstaflega) þá get ég ekki annað en verið illur. Maður er að kaupa "svonagræjur" og þá á það bara að virka. En nnnneeeeeeieieieieieieiei það er of einfalt. Ekki nóg með það, þá hefur svona lagað líka ótrúleg áhrif á félagslega stöðu manns og ekki síst hvernig maður getur eyðilagt það samfélagslega netverk sem maður áður lifði tryggur í og við. Það nennir enginn að tala við einhvern sem er alltaf að kvarta yfir því að geta ekkert á tölvur en á samt eina. Ef ég kynni ekki á bíl þá myndi ég ekki fara út og kaupa bíl ... bara til að eiga bíl og ég veit ekki hvað, hlustað á CD skífur í honum um helgar kannski.
Þetta gæti gerst ... ég er úti að kaupa eitthvað sem mér vantar ekki en sé samt snilldina í því (ekki snilldina í því að mér vanti það ekki, heldur á hlutnum).
Þetta er að gerast ... ég er þarna úti að kaupa mér allskonar drasl og ég sé snilldina í svona 3 til 7 mínútur ... svo er það búið. Svona sjortari. Ég veit ekki ... eldist svona af manni eða verður þetta verra. Verð ég Ólafur Rafnar Ólafsson þræll sjortarans ?!

föstudagur, mars 03, 2006


snjor og meiri snjor ... Posted by Picasa