föstudagur, mars 31, 2006

Það er að skella á, ferðin stóra til Svíþjóðar. Ég er með hnút í maganum ... ekki af því að ég er spenntur sem ég er jú einnig. Heldur af því að það má hvergi reykja í Svíþjóðinni.
Annars er ég í helvíti góðu skapi, þar sem kennarinn minn kom til mín í dag og fór að vitna í eitthvað sem ég sagði og seinna skrifaði um. Tekur um öxlina á mér og segir að ég hafði greinilega hitt á taug þar sem einn VIRTASTI mannfræðingur í helvítis heiminum er nýbúinn að gefa út grein um þetta sem ég vissi allan tímann. Stundum er alveg hreint ágætt að koma sterkur inn á réttum tíma. Og svo er föstudagur í dag og það er snilld og það rignir sem er reyndar ekki alveg jafnmikil snilld og ég er alveg tryllt skotinn í fjölskyldunni minni. Þetta verður ekki betra ... eða ?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home