mánudagur, mars 06, 2006

Þá er það ákveðið ... ég hata tölvur og ég hata þráðlaust internet meira. Jújú allt í lagi á meðan það virkar. En þegar það virkar ekki og helvítis draslið sem liggur á bakvið sjónvarpið hjá mér er alltaf að dæla nýjum IP eitthvað í hausinn á mér (þó ekki bókstaflega) þá get ég ekki annað en verið illur. Maður er að kaupa "svonagræjur" og þá á það bara að virka. En nnnneeeeeeieieieieieieiei það er of einfalt. Ekki nóg með það, þá hefur svona lagað líka ótrúleg áhrif á félagslega stöðu manns og ekki síst hvernig maður getur eyðilagt það samfélagslega netverk sem maður áður lifði tryggur í og við. Það nennir enginn að tala við einhvern sem er alltaf að kvarta yfir því að geta ekkert á tölvur en á samt eina. Ef ég kynni ekki á bíl þá myndi ég ekki fara út og kaupa bíl ... bara til að eiga bíl og ég veit ekki hvað, hlustað á CD skífur í honum um helgar kannski.
Þetta gæti gerst ... ég er úti að kaupa eitthvað sem mér vantar ekki en sé samt snilldina í því (ekki snilldina í því að mér vanti það ekki, heldur á hlutnum).
Þetta er að gerast ... ég er þarna úti að kaupa mér allskonar drasl og ég sé snilldina í svona 3 til 7 mínútur ... svo er það búið. Svona sjortari. Ég veit ekki ... eldist svona af manni eða verður þetta verra. Verð ég Ólafur Rafnar Ólafsson þræll sjortarans ?!

2 Comments:

Blogger Heiðrún said...

Heldurðu að rafknúið sippuband fari í þennan sjortaraflokk?

6:58 f.h.  
Blogger Unknown said...

já það er alveg á hreinu !

5:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home