mánudagur, febrúar 06, 2006

Langt síðan ó já. Mikið búið að gerast ó já. Byrjaður í skólanum aftur eftir alltof langt frí. Sat áðan og var að reyna að möndla saman setningu á grænlensku ... uanga nipparsimmavimmi og svo veit ég ekki meira. Þetta kemur allt. Svo er maður að lesa um það hvernig Alaska var "gefið" aftur til þeirra sem upprunalega áttu landið. Þeir fengu hlutabréf í landinu, sem er svo rekið eins og fyriræki. Undir sömu lögum og fyrirtæki lúta(corporate law).
Sé það fyrir mér ef Íslendingar hefðu fengið hlutabréf frá Dönum á sínum tíma og þar sem ég var ekki fæddur, yrði ég að vona að forfeður mínir hefðu ekki selt sín hlutabréf og ég fengi hluta af þeim í arf. Sem myndi reyndar ekki nýtast mér þar sem maður fengi engan sérstakan aðgang að landinu sem maður ætti. Talandi um að taka þjóð í rassgatið og bæta því svo við að af félagslegum ástæðum, (áfengismisnotkun, há tíðni sjálfsvíga og atvinnuleysi) er manni ekki treyst fyrir þeim praktíska rekstri sem þurfa þykir til að "reka" land. Ó já það er rétt hið siðmenntaða vestræna samfélag lítur á frumbyggja sem börn. Æi litlu sálirnar þeir kunna ekki að nota áhöld og búa í kofum, éta fæðu sína hráa og nota ekki klósettpappír. Já sannkallaðir kjánar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home