föstudagur, febrúar 24, 2006

Það var erfitt að vera til í gær og auðvitað endaði ég í kjallaranum. En langur og strangur aðdragandi jájá. Fór niður í bæ til að sjá grænlenska heimildarmynd um gleymdu börnin á Grænlandi, segir maður á eða í ? Eftir það fór ég vitaskuld á Bobis sem var alveg þarna við hliðiná og á leiðinni heim kíkti ég aðeins við í Ch Beboershus, en þar voru alveg hreint ágætir tónleikar í gangi ... neinei bull og þvæla það voru alveg hrikalegir tónleikar. Fullt af fólki á bilinu 55 til 85 að hlusta á sígauna sessíón ... alveg dauðadæmt. En það er hægt að kaupa Hancock bjór þarna og þá er allt í lagi. Eitt sem ég verð að bæta við með þessa tónleika er það að þetta var svona jam sessíón það er að segja að fólk úr salnum var að fara uppá svið að spila og þarna var ein breið og gerðarleg kona sem var allan tímann fyrir framan sviðið sveiflandi fiðlunni sinni, hún vildi svo gjarnan vera með. Loks kom röðin að henni. Hún spilaði og spilaði og tók sóló og allt þetta sem maður gerir við fiðlu pikk og plokk, síðan já síðan áttaði hún sig á því að hún var ekki tengd við neitt hljóðkerfi ... æ æ. Að sjálfsögðu kom ég við í kjallaranum þegar heim var komið. Ég drakk nú ekki meira en 6 bjóra, en þegar ég kom heim til mín var ég í þannig ástandi að halda mætti að ég væri búinn að vera að í marga daga. Rosalegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home