föstudagur, nóvember 24, 2006

Mikið er það þreytandi, þegar að maður sofnar með barninu sínu á kvöldin og að vakna aftur bara seint. Í kvöld lásum við feðgar hluta af Gulleyjunni og eftir það voru sungin ýmis erindi. Þegar ég var búinn að því, biður sonur minn mig um að liggja smá hjá sér á meðan hann sofnar. Ég í mínu sakleysi segi já og áður en ég veit er ég líka sofnaður og vakna aftur kl 23.
Núna er ég búinn að liggja uppí rúmi í tvo og hálfan tíma og er ekki að sofna. þetta gengur svo langt að ég er búinn að sækja fartölvuna mína kveikja á henni og blogga þetta ... nú verð ég að fara að sofa.

Stjórn Landsvirkjunar tók fyrir beiðni Ómars Ragnarssonar um stuðning við kvikmyndagerð af myndun Hálslóns á fundi sínum í morgun og samþykkti að tvöfalda stuðning sinn við Ómar úr 4 milljónum króna í 8 milljónir gegn afnotum af kvikmyndaefni hans.

Ómar og samstarfsmenn hans munu einnig fá húsaskjól og fæði í búðum Landsvirkjunar við Kárahnjúka á meðan á kvikmyndatökum stendur.

Í tilkynningu segir, að Landsvirkjun virði ólík sjónarmið gagnvart Kárahnjúkavirkjun og telji jákvætt að styðja Ómar í viðleitni sinni við að sýna sem best myndun Hálslóns, enda hafi samstarf Ómars og Landsvirkjunar ætíð verið gott. Minna megi á, að þegar lagður var hornsteinn að Fljótsdalsstöð sl. vor hafi komið fram óskir andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar undir forystu Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar, um að sjónarmið þeirra færu einnig í blýhólk hornsteinsins og hafi það verið gert.

Taktu mig í þurrt rassgatið ... takk

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Það er dálítið magnað með það ... allavega hjá mér að þegar að allt er á fullu og margt að gerast og búið að gerast þá hef ég frá neinu að segja. Hvort það er út af því að ég vill ekki gera upp á milli þess sem gerst hefur og þar af leiðandi nenni ekki að sitja heila kvöldstund og skrifa, eða út af því að mér finnst alveg nóg að ég upplifi það sem ég er að upplifa og ykkur er ekki boðið með, eða ég veit ekki hvort það myndi vekja sömu hrifningu hjá ykkur eða og eða og eða ...