föstudagur, nóvember 24, 2006

Stjórn Landsvirkjunar tók fyrir beiðni Ómars Ragnarssonar um stuðning við kvikmyndagerð af myndun Hálslóns á fundi sínum í morgun og samþykkti að tvöfalda stuðning sinn við Ómar úr 4 milljónum króna í 8 milljónir gegn afnotum af kvikmyndaefni hans.

Ómar og samstarfsmenn hans munu einnig fá húsaskjól og fæði í búðum Landsvirkjunar við Kárahnjúka á meðan á kvikmyndatökum stendur.

Í tilkynningu segir, að Landsvirkjun virði ólík sjónarmið gagnvart Kárahnjúkavirkjun og telji jákvætt að styðja Ómar í viðleitni sinni við að sýna sem best myndun Hálslóns, enda hafi samstarf Ómars og Landsvirkjunar ætíð verið gott. Minna megi á, að þegar lagður var hornsteinn að Fljótsdalsstöð sl. vor hafi komið fram óskir andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar undir forystu Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar, um að sjónarmið þeirra færu einnig í blýhólk hornsteinsins og hafi það verið gert.

Taktu mig í þurrt rassgatið ... takk

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home