miðvikudagur, maí 31, 2006

það er greinilegt að ég á að vera að gera ritgerð ... ég er farinn að skrifa í "bloggið" mitt og ekki bara það ég er líka farinn að lesa hvað aðrir eru að "blogga". Ég veit að það er sad að standa í þessu, en ég er búinn að komast að því af hverju maður er að skrifa skilaboð á veraldarvefinn. Það er vegna þess að ...

föstudagur, maí 12, 2006

Þá er kona og barn á leið til Íslands. Fóru fyrir 3 tímum og ég mér er farið að leiðast.
Er búinn að sitja fyrir framan tölvuna í 2 tíma og fara í gegnum myndbrot á kvikmynd.is ... ég á greinilega ekkert líf fyrir utan fjölskyldu mína ... er allavega ekki að blómstra he he.
Kúltíveruð ferð var farin í búðina og keyptir heilir 2 erlendir bjórar. Það er annað hvort að fara að sofa eða gera lina tilraun til að hringja í einhvern og ég veit ekki hvað ... deila þessum erlendu. Á morgun verður horft á fótbolta sem ég veit ekkert um og borðað með félagi grasekkla. Á sunnudag verður svo farið í Parken og horft á meiri fótbolta, lokaleikur KFC ... eins og ég kýs að kalla þá hér. Mánudagur skóli, þriðjudagur meiri skóli og svo framvegis.
Til hamingju þið sem eruð að fara að pússa ykkur saman og til hamingju þú sem átt afmæli ... ég er að verða búinn með annan bjórinn. Helvíti þá get ég ekki fengið neinn í heimsókn. Ekki fer maður að deila einum öl.