miðvikudagur, október 26, 2005

Jæja nú varð ég aldeilis hissa. Ég er ekki sá maður sem les stjörnuspár og lifi eftir því ... en detta mér allar dauðar lýs úr höfði. Málið er það að ég er að byrja á fyrsta verkefninu mínu í dag, það er að segja að ég á að skrifa 10 síðna ritgerð úr hefti sem við erum að vinna með, svara 4 mismunandi spurningum með vísanir í hitt og þetta. Allt á dönsku auðvitað. Ég ríð ekki feitum hesti hvað varðar orðaforða þó svo ég hafi búið hér í yfir 6 ár. Þá meina ég akademíska dönsku. Nema hvað hérna kemur spá mín fyrir daginn í dag ...

TVÍBURAR
21. maí - 20. júní
Í dag á tvíburinn að læra að hafa hemil á hvatvísi sinni. Langtímaárangur krefst uppbyggilegra ráðstafana, sem kannski virðast tilviljanakenndar til þess að byrja með, en eru órjúfanlegur partur af velgengninni.

Er þetta ekki alveg makalaust.

fimmtudagur, október 20, 2005

TVÍBURAR 21. maí - 20. júní
Himintunglinn ýta undir þörf tvíburans fyrir að dekra við sjálfan sig af og til og slíkur dagur er einmitt í dag. Leggðu þig og borðaðu mat sem gerir þér gott. Þegar þú færð orkuna aftur, stendur ekkert í vegi fyrir þér.

miðvikudagur, október 19, 2005


sko, konan min kann lika ad taka myndir  Posted by Picasa
Ekki slæmt það að hringja í skólafélaga sinn og spyrja hvort viðkomandi sé í stuði að hittast á morgun til að fara yfir námsefnið og hann spyr mig hvort ég sé ekki í fríið eða hvað !!?? Og heldur áfram með því að segja "blessaður vertu, það er ekki fyrr á mánudaginn sem við vitum hvernig við eigum að gera þetta (ritgerðina)"." Allt í lagi" sagði ég og lagði á ... ég er búinn að vera í tölvuspili síðan. Reyndar gat ég fengið hann til að hittast á sunnudag yfir kaffi til að fara aðeins yfir. Mér er farið að líða eins og námsfíflinu, þið vitið hálfvitinn sem sagði alltaf þetta er sko ekkert mál því þetta er svo gaman. Í dag er ég námsfíflið og það er bara svalt.

mánudagur, október 17, 2005


ja eg veit ad eg a ad vera ad lesa ... Posted by Picasa
Jæja ætli þetta sé ekki erfiðasta vika skólans framundan, það er nefnilega haustfrí og ég þarf að lesa heil ósköp og skrifa einhver bísn ... einfaldlega að vera agaður. Ég þarf líka að halda símaskráfund með Hjalta og drekka kaffi með Bjarka og fara til Svíðþjóðar og taka til og skoða netið og skrifa blogg og drekka meira kaffi og laga usbéið í tölvunni og lesa meira. Já það er erfitt að vera námsmaður í haustfríi. Sérstaklega þegar að maður þekkir sjálfan sig svona vel !! Já og ég þarf að æfa og æfa aðeins meira þar sem ég á stefnumót við fjall á Íslandi !!

miðvikudagur, október 05, 2005


med nyja hufu og i nyrri ulpu ... tilbuinn fyrir veturinn Posted by Picasa

þriðjudagur, október 04, 2005

Það er komið á hreint með Íslandið ... ég kem þann 1.nóv um kvöld og verð til 7. Ef það er einhver sem vill taka á móti heimavönum ungum manni, þá er það núna !!

laugardagur, október 01, 2005

Já þá er bara að koma nýr dagur og allt það. Á morgun á að fara og horfa á fótbolta. Var einmitt að tala við einn kennara minn síðasta föstudag (Frank) "já svo er bara bolti um helgina" og hann svarar "ég horfi ekki á fótbolta" og þá fann ég hvert ég er sokkinn. Það er ekki langt síðan að ég sagði það sama og ég verð að játa að ég veit ekkert um fótbolta. Maður er að reyna og það er reyndar dálítið fyndið þar sem ég man ekki nöfn (almennt) hvað þá að muna stöður, skoruð mörk, leikmannastöður og skipti og ég veit ekki hvað og hvað. Þá er það ákveðið ég horfi á boltann á morgun og svo legg ég þetta á hilluna. Já svona eitt í lokinn ... you never walk alone. Ég kann ekki einu sinni laglínuna við þetta !!!!
Þá er bara rétt rúmur mánuður þangað til ég fer til Íslands.