þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Það er greinilegt að ég á að vera að skrifa ritgerð þessa dagana. Var að klára að hengja upp ljós í eldhúsinu/borðstofunni/stofunni, ljós sem er búið að vera undir rúminu okkar í hálft ár. Já maður þarf stundum að vera upptekinn við eitt til að framkvæma annað... eða eitthvað.
Meira af syni mínum, honum Birni Rafnari, sem er tæplega fjögura og hálfsárs. Hann hefur verið að sörfa á www.youtube.com eins og öll börn á hans aldri gera og um daginn féll hann fyrir KIZZ, síðan er hann búinn að vera að syngja "I was made for loving you baby, you were made for loving me". Tékkið á þessu !!!

mánudagur, nóvember 26, 2007

Sjaldan fellur eplið eða peran langt frá fallinu...
Sonur minn, Björn Rafnar, á það til að eyða ótrúlegum tíma í að borða. En það er önnur saga og lengri. Í gær eftir kvöldmatinn bauð ég syni mínum peru í eftirmat og þar sem Ingibjörg var byrjuð að vaska upp þá bað ég drenginn um að skola peruna í klósettvaskinum, jájá ekkert mál. Hann fer og skolar og kemur svo fram í eldhús. Þar sem þetta var ansi hreint ljómandi falleg pera bað ég son minn um leyfi til að bíta af henni einn bita. Ekkert mál... hann bíður sallarólegur og þegar ég er búinn að bíta glottir hann og segir "ég missti hana í ruslafötuna". Síðan sprakk hann úr hlátri. Djöfulsins snilldarhúmor. Ég átti ekki til orð, meig næstum því á mig. Þetta er sonur minn.

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Jæja þá er ég búinn að vera einn heima í tvo daga og mér er farið að leiðast...
Búinn að fara út að skemmta mér og það var ekki lítið... Galathean, Andy´s, Hong Kong, Rex, Sam´s, Eiffel, Blaagaardsapotek, og fleiri og fleiri. En núna er það sumsé búið og þá hefst hversdagurinn og hann er ekki alveg að skila sér þegar að það vantar 75% af fjölskyldunni !!
Ég verð bara að halla mér að bókinni og lesa allt það sem ég þarf að komast yfir fyrir annarlok. Það er reyndar búið að plana næstkomandi þriðjudag fótbolti(horfa), miðvikudag tónleikar(Arcade Fire), föstudag "ráðstefna" og fótbolti (spila) og þá er bara komin helgi aftur. Ekki er ég að kvarta yfir aðgerðarleysi, það er bara annað þegar að maður kemur heim til sín og sérstaklega þegar að maður vaknar að maður finnur fyrir því að maður er einn heima.