mánudagur, nóvember 26, 2007

Sjaldan fellur eplið eða peran langt frá fallinu...
Sonur minn, Björn Rafnar, á það til að eyða ótrúlegum tíma í að borða. En það er önnur saga og lengri. Í gær eftir kvöldmatinn bauð ég syni mínum peru í eftirmat og þar sem Ingibjörg var byrjuð að vaska upp þá bað ég drenginn um að skola peruna í klósettvaskinum, jájá ekkert mál. Hann fer og skolar og kemur svo fram í eldhús. Þar sem þetta var ansi hreint ljómandi falleg pera bað ég son minn um leyfi til að bíta af henni einn bita. Ekkert mál... hann bíður sallarólegur og þegar ég er búinn að bíta glottir hann og segir "ég missti hana í ruslafötuna". Síðan sprakk hann úr hlátri. Djöfulsins snilldarhúmor. Ég átti ekki til orð, meig næstum því á mig. Þetta er sonur minn.

2 Comments:

Blogger Regína said...

hahahha mátt vera stoltur af honum!

8:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Snilli

Kjarri bro

5:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home