sunnudagur, nóvember 04, 2007

Jæja þá er ég búinn að vera einn heima í tvo daga og mér er farið að leiðast...
Búinn að fara út að skemmta mér og það var ekki lítið... Galathean, Andy´s, Hong Kong, Rex, Sam´s, Eiffel, Blaagaardsapotek, og fleiri og fleiri. En núna er það sumsé búið og þá hefst hversdagurinn og hann er ekki alveg að skila sér þegar að það vantar 75% af fjölskyldunni !!
Ég verð bara að halla mér að bókinni og lesa allt það sem ég þarf að komast yfir fyrir annarlok. Það er reyndar búið að plana næstkomandi þriðjudag fótbolti(horfa), miðvikudag tónleikar(Arcade Fire), föstudag "ráðstefna" og fótbolti (spila) og þá er bara komin helgi aftur. Ekki er ég að kvarta yfir aðgerðarleysi, það er bara annað þegar að maður kemur heim til sín og sérstaklega þegar að maður vaknar að maður finnur fyrir því að maður er einn heima.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ertu buinn ad fara i sturtu i fosturstellingunni? Thad gæti lagad ymislegt. Mundu svo ad lesa geimvisindafrettir kv. Dora uppi

7:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home