þriðjudagur, október 16, 2007

Af því að ég á að vera að lesa um Saqqaq kúltúrinn þá fór ég að skoða fasteignir á Íslandi og fór þaðan að reikna hvað það myndi kosta mig og mína að fjárfesta á Íslandi. Ef við hjónin tökum okkur lán fyrir íbúð uppá 25 milljónir, já ég veit við erum að tala fullorðinspeninga núna ehemm. Hvað um það, þá verður lánið komið uppí 176 milljónir rúmar eftir 40 ár þegar við erum að klára að borga af því samviskusamlega. Já og annað sem er enn meiri hvati er það að við myndum byrja á því að borga rétt rúm 138 þúsund á mánuði sem væri ekki svo slæmt ef það færi ekki uppí rúm 780 þúsund á mánuði miðað við 4,5 verðbólgu. Þá er ég orðinn hva... ég er núna 35 og eftir 40 ár hva 75 já já auðvitað ég er að hósta upp áttahundruð kalli plús á mánuði... hvaða rugl er þetta

4 Comments:

Blogger Frú Elgaard said...

Þú verður hvort eð er forstöðumaður Grænlendiga stofnunar með 2 "kúlur" á mánuðu. Hættu að kvarta og komdu heim. 75 ára, den dagen den sorgen!!!

10:40 f.h.  
Blogger Unknown said...

Já það er rétt hjá þér, djöfull á ég eftir að mjólka það opinbera... grrr eða bara að minna sig á það að það hægt að lifa og njóta þess án þess að fá sexhundruðkaaallll á mánuði

1:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei, Það er ekki hægt.....peningar eru rót allrar hamingju.

3:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

P.s. Gleymdi að segja að McDonalds er best.

3:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home