fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Er svona að átta mig á því að við erum á leið til Íslands eftir svo mikið sem níu daga. Annað, ég var á fundi í kvöld sem fjallaði um ekkert svona dæmigerður danskur fundur þar sem froðusnakk er listin. Jú það var nú rætt svona hitt og þetta og svo þetta og hitt ( álíka áhugavert og morgunhægðirnar mínar í morgun, þær voru sko spennandi. Það er stundum þannig að þeim mun lengur sem maður situr þeim mun meira kemur. Maður verður að taka sig á og standa upp svo það verði eitthvað eftir af manni. Merkilegt.) En hvað um það ég er ekkert neikvæður, alls ekki það er bara stundum sem ég er ekki að skilja hvernig þetta er allt að virka og þá læt ég svona ... smá hroki kalla sumir það. Gæti verið en ég er ekki að gera neinum nema sjálfum mér illt með þessu. Og svo í lokin mini mini mini mini mini mini mini mini mani mani mani mani mani mani mani mani ... hvar er hvar er hvar er hvar er húfan mín hvar er húfan mín hvar er húfan mín. Enn og aftur vill ég fá að segja ykkur góða fólk að Von Trapp fjölskyldan er langflottust. Og myndin sem gerð var eftir þeirra yndislega lífi er master pís ... Sound of Music lengi lifi húrra húrra húrra. En núna er ég farinn að þreytast og góða nótt

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Ég veit ekki hvað það er en ég er ekki að nenna að skrifa neitt í bloggið ... það er fullt búið að gerast í mínu lífi upp á síðkastið ... kannski kemur ykkur það bara ekkert við.

laugardagur, ágúst 23, 2003

Jæja þá er það yfirstaðið. Eftir laaaangan föstudag kom laaaaaaaaaaaangur laugardagur. Takk Heiðrún, takk Gunni þið eruð snillingar. Það var langbest á barnum. Það að þurfa ekki að "feisa" allt þetta listafólk og geta bara verið að afgreiða á bar með tveimur snillingum er bara það besta. Samt var þetta verst heppnaða opnun sem ég hef komið nærri. Hefðum kannski átt að eyða meiri tíma í að skipuleggja ... NOT. Hvað var slæmt ... 1. 50% af þeim sem voru að standa fyrir þessu voru vangefnir af neyslu áfengis, 2. plötusnúðrinn var hálfviti sem spilaði bara hálfvita aumingja tónlist fyrir örvita og 3. það mætti ekki kjaftur á "ballið". Staðurinn er frábær, húsvörðurinn er snilllingur og maður fær næstum allt sem maður getur óskað sér. Hann gerði sér lítið fyrir og verslaði einhver borð, stóla og sólhlif til að hafa fyrir utan. Snilld. En hvað nú "læf gós on" og það er bara að halda áfram að koma sínu á pappír og hengja upp ... ekki spurning. Orri er í heimsókn og er hann að elda ásamt litlu systur, þannig að ég er að fara fram til að gæta Björns Rafnars. Á morgun á ég að fara aftur og vakta staðinn ég bara vona að ég sofni ekki í einhverjum sófanum og láti einhvern sýningargestinn vekja mig ... aftur.

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Jæja það fóru ekki nema tæpir sjö tímar í að hengja upp þessar myndir ... ekki það að ég var lengi að hengja mínar upp ... nei af því að danir þurfa að skipuleggja og svo skipuleggja aðeins meira. Vel að merkja þá er ég sá eini sem er búinn að hengja upp ! Er það íslenska óþolinmæðin sem gerir það að verkum að ég er stundum ekki að nenna að tala um einhvern skít sem skiptir ekki máli ... Ég veit ekki ég er allavega búinn og er klár fyrir föstudaginn. Þarf reyndar að fara á morgun að stilla einhver ljós ... það á örugglega eftir að taka heilan helvítis tíma. Skítt með það. Nú er ég ekkert svona mikið inní hvað fólk er að drekka svona á opnun og svoleiðis. En það eru sumir sem "vita" allt, við erum með 100 flöskur af rauðvíni 1200 flöskur af bjór 20 flöskur vodka 10 flöskur gin viskí romm og bla bla bla ég veit ekki mér finnst þetta aðeins meira en nóg en það eru sumir eitthvað að verða tortryggnir. Það er þá alltaf hægt að hringja á leigubíl ! Tveir dagar ... og reyndar er ég að standa "vakt" laugardag og sunnudag ... en þá er þetta líka alveg að verða búið.

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Hvað er þá á seyði hér ... ekkert svo sem. Þrír dagar. Ég verð að fara að drullast til að þýða fréttatilkynninguna yfir á íslensku til að senda heim ... fokk fokk fokk. Ég er ekki alveg með sjálfum mér þessa dagana og það er einhver daninn að brenna gras fyrir utan gluggann hérna ... það er víst gert í danimarka. Nú er bara að safna kröftum og koma sterkur inn. Já eitt annað við erum komin með prest og allt sem honum fylgir. Þá er bara að skíra ... Dómkirkjan í Reykjavík þann 14.september.

mánudagur, ágúst 18, 2003

Ég er enn að jafna mig eftir "masókistakvöldstundmeðvinum", byrjaði allt svo vel ... allir sætir og sælir tilbúnir að borða rækjur a la sverige. Það gekk líka svona ljómandi en hvað svo ... já hvað svo ??? Vaknaði daginn eftir með timburmenn frá helvíti og kvittun sem sagði mér að ég hafi verið að taka út pening (sem var enn í vasa mínum) ??? Ég veit ekki, ef einhver getur sagt mér hvað ég var að gera síðasta laugardagskvöld milli klukkan 01 og ... jaaa 08, þá þætti mér gaman að vita það líka. Annars er bara stuð hjá öllum. Fjórir dagar í opnun. Ef einhver vill styðja okkur listamenn þá er það velkomið. Verð bráðum með fleiri góðar fréttir héðan ... I CAN JUST FEEL IT !

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Það er barasta rólegt á vígstöðum núna ... allt í góðu þannig séð. Reyndar ein smá saga úr lífinu hérna : ég er búinn að vera að hengja upp auglýsingar fyrir sýninguna út um allan bæ og það hefur allt saman gengið vel, Ólafur er náttúrulega svo mikill snillingur að þegar hann drullast til að gera eitthvað þá er það sko gert ... ég keypti sko lím til að hengja herlegheitin upp með og ekkert venjulegt lím heldur svona "límbáðumegin" lím. Svaka kúl fer ég út í bæ að hengja upp og allt gengur vel ... þangað til ... var að hengja upp á einhverju hipp kúl kaffihúsi með nýmálaða veggi og ég veit ekki hvað nema hvað, plakatið hangir ekki alveg "rétt" svo ég ætla svona rétt að losa það til að laga eeeeeeeeenn það vill ekki losna ... úps. Þetta lím er sumsé ofurlím frá helvíti og hefur ákveðið að losna aldrei eða kannski aðeins seinna en aldrei. Ólafur er semsagt búinn að vera að eyðileggja veggi út um allan bæ og hvað get ég gert ... skammast mín. Ekki láta ykkur koma á óvart ef þið eruð á ferðinni hérna úti árið 2009 og það er ein verulega snjáð auglýsing inná einhverju klósettinu frá 2003 ... þá var það bara ég.
madrugada er norsk hljómsveit sem ég get vel mælt með ... góða nótt

laugardagur, ágúst 09, 2003

Jú það passar hérna er ennþá viðbjóðslega heitt. En Ólafur kann sko ráð við því ... ekki fara út. Vorum að fá efnið úr prenti og það lítur vel út, nú er bara að fara af stað og hengja upp. Aðrar góðar fréttir eru þær að Newbiecard ætlar að dreifa póstkortum fyrir okkur út um allan bæ. Ekki nóg með það heldur vildu þeir fá greitt með því að velja myndir frá okkur til að innramma, hef ekki hugmynd um hvað þeir ætla að gera við það. En hvað um það þeir völdu tvær myndir ... og hvaða tvær myndir . . . auðvitað

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

ég veit það að það eru ekki til hálvitar ... en það er til alveg fullt fullt af hálfvitum. góða nótt

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Það er margt sem maður getur látið fara fyrir brjóstið á sér ... til dæmis þegar ég hjóla heim úr vinnu (takið eftir ekki þegar ég hjóla til vinnu). Þá hjóla ég eina götu er heitir Gothersgade og þar byrjar það og eykst allt þar til ég beygji af Amagerbrogade. Þetta er eitthvað sem ég á erfitt með að skilja ... svei mér þá það er hægt að gera svo margt í þessu yndislega lífi, en sumir eru bara alveg blindir á það. Það sem ég er að skrifa um hérna eru mennirnir sem keyra um (oftast einir í bíl) og eru að hlustaá tónlist ... getur maður sagt að maður sé að hlusta á tónlist þegar hún er spiluð svo hátt að það surgar bara í hljóðkerfi bílsins. Margt hef ég reynt um ævina, ég hef meiraðsegja farið í Þjóðleikhúskjallarann, en þetta er ég ekki alveg að skilja ! Bíðið við ég myndi kannski gera þetta í dag ef ég væri að hlusta á eitthvað gott. En þessir hálffullorðnu menn eru að hlusta á remix af henni Britney og vinkonu hennar Jennifer. Einn var á alveg svaka kagga með allt rúllað niður og með Phil Collins í botni. Já ég er feginn að ég er bara á hjóli að syngja með sjálfum mér, fólk er allavega ekki að þjást í kringum mig ... nema á ljósum.

mánudagur, ágúst 04, 2003

Sit hérna í fótabaði ... var að drekka kaffi með henni Louise, sem er ein af okkur 8 sem erum að fara að sýna í lok ágúst. Það er margt sem ég hef lært af því að halda sýningu ( undirbúningslega séð ) og eitt af því sem stendur kannski helst upp úr í dag svona þegar litið er um öxl, það er að hópvinna er kjaftæði og ef það er einhver hálviti sem biður mig um að vera með í öðru svona verkefni. Þá er svarið nei takk been there done that. Ég er alveg til í að standa í svona aftur ef við værum 2 eða 3 en 8 það gengur ekki. Til ykkar þarna úti sem eruð að hugleiða samsýningu, ef þið viljið komast upp með að gera ekkert og væla svona yfir því sem gert er þá eru 8 málið. Þetta var barsta góður dagur í dag. Ef það er einhver þarna úti sem ég er ekki með netfang hjá en vill koma á opnun þann 22 ágúst, þá er bara að senda mér það til að fá boð, einfaldlega af því að Rasmus er búinn að gera svo helvíti flott boðskort plús plakat.
www.olafur_rafnar@hotmail.com

sunnudagur, ágúst 03, 2003

Blessuð sé minning hans ...
Ég er að fara að vinna á morgun eftir langt frí, við hjónin erum sammála um að það sé fyrir bestu. Sonur minn er mánaðar gamall í dag og við foreldrar hans héldum upp á það með því að fá okkur sætabrauð. Nú er næstum því komin nótt hérna í útlandinu og okkar bíður þessi stóri ... VANGEFIÐ stóri ís. Jú maður á víst að fá samviskubit yfir því hvað maður er að láta ofan í sig ... eða ekki. Ég hef lært það að eftir að ég varð fullorðinn, þá getur maður samið reglur og brotið og samið og brotið eins og maður vill og það er enginn sem getur sagt nokkurn skapaðan hlut við því. Ég var ekki settur á jörðina til að útskýra mataræði mitt. Góða nótt.

laugardagur, ágúst 02, 2003

Jæja ég verð að játa að ég spilaði fótbolta aftur í gær ... ég er ekki að reyna að bæta upp fyrir neitt. En hvað um það í gær hitti ég goð !! Já ég var að tala um einhvern dana sem var að redda mér gleri sem var að vinna með Aðalsteini Stefánssyni, nema hvað við erum eitthvað að ræða málin og þá segir hann bara sísona "já ég er víst líka eitthvað að taka myndir og bla bla" svo þegar ég er að kveðja þá spyr ég hann hvað hann nú aftur heitir. Hann segir mér það og um leið þá segir að hann gæti nú alveg sýnt mér það sem hann hefur gert. Dregur mig eitthvað á bakvið og dregur fram bók ... bók sem ég á ... maðurinn er enginn annar en Hans E Madsen. ÓTRÚLEGT. Ég hafði ekki hugmynd um hver þessi maður var, hafði aldrei séð mynd af honum og svo reynist þetta bara vera ídólið. Ég gekk á skýjum í gær. En í dag er rigning og það á að reyna að fara að grilla seinnipartinn ... en það er rigning og hún er ekkert að fara að hætta. Núna ætla ég að koma mér fyrir í ruggustólnum og klára glæpasöguna eftir hann Arnald Indriðason.