þriðjudagur, apríl 26, 2005

Kannski verð ég í góðum málum á morgun ... kannski ! En hvernig sem fer, þá verð ég annað hvort heppnasta mannskepnan í mínum heimi eða glaðasta. Hvernig sem fer þá er þetta barasta gaman. En meir um það síðar ...

mánudagur, apríl 25, 2005


þetta hefur eitthvað með það að gera að ég ólst upp við flugvöllinn í Skerjafirði ... held ég ! Posted by Hello
Jæja þá er barasta kominn mánudagur og það meiraðsegja mánudagskvöld. Sólin var brakandi góð við okkur Danmerkurbúa í dag og hún hefur líka fengið jákvæða umfjöllun hjá spámönnum, varðandi morgundaginn. En þá vill svo skemmtilega til að ég þarf ekki að mæta í skólann og ekki heldur hinn. Aðeins á fimmtudag til að skila verkefni. Svo er stefnan tekin á Svíþjóð á föstudag. Er enn að læra á þessu fínu vél sem ég var að fjárfesta í ... loksins get ég opnað RAW skjöl, sem er bara gott. Annars er ég ennþá bara í stuði, lifi í minningum helgarinnar.

sunnudagur, apríl 24, 2005


Björninn  Posted by Hello
Ég sé það núna að ég er ekki að gefa mér tíma í það að skrifa hérna ... þótt ég eyði óþarflega löngum tíma fyrir framan tölvuna. Ég er kannski að reyna að ljúga að sjálfum mér að það sé ekki. Frekar það að ég sé úti að sóla mig eða eitthvað enn verra/betra. Annars er ég bara rólegur í tíðinni. Hverfandi helgi var sérstaklega löng og afkastamikil, þó ég segi sjálfur frá. En á morgun er kominn nýr dagur og ég er ekki alveg að nenna að taka mig saman til að fara í þennan skóla. En jæja ég læt þetta ekki á mig fá ... að hugsa jákvætt það er málið. Við feðgar áttum líka svo góðan dag í dag.

mánudagur, apríl 18, 2005


Já, það er ekki erfitt að vera ljósmyndari. Það er bara að lifa af því sem er erfitt.  Posted by Hello
Núna ætti ég að vera úti að taka myndir fyrir næsta verkefni sem ég á að skila á morgun. Hvað er ég að þá að gera hérna getið þið spurt ? Ég veit það ekki. Það eina sem ég veit er það að þetta verkefni er að fara í mínar fínustu. "Að vinna með tíma og ljósop", ég get ekki beðið eftir morgundeginum. Sitja frá 9 til 14:30 og horfa á það sem þetta ágæta fólk hefur gert. Ég lofa að seinna í kvöld verð ég búinn að leggja eina mynd hingað inn til að þið góða fólk fáið líka að njóta ævintýra ljóss og tíma ... þangað til.
"Hjónaband hefur enga sérstaka merkingu lengur fyrir þá sem á annað borð vilja eignast börn. Það er í sambúð. Það skilur. Tekur saman við einhvern annan. Eignast fleiri börn. Skilur aftur. Það var ekki þannig. Einu sinni." - Arnaldur Indriðason

þriðjudagur, apríl 12, 2005


vor á Amagerströnd Posted by Hello
Ég er að sprengja á mér hausinn með Rentokiller ... en það er allt í lagi. Því það er gott.
Er ekki að nenna að fara í skólann, fylli bara út blað sem segir að ég sé að taka myndir sem ég og er. Ingu datt það snjallræði í hug að ég ætti að reyna að nota tímann og hnoða saman einni sýningu eða svo. Já ég verð að játa að mér datt ekki einu sinni þetta ræði í hug. Ég er alveg ferskur með það ... bara eitthvað lítið. Þá get ég stefnt að einhverju fyrir sumarfríið. Annars allt rólegt, ég er kominn með nýju vélina og er að fikra mig áfram í stafræna heiminum. Er þetta ekki allt að breytast í 1000101010011010101010101000011100111 hvort eð er. Ég er allavega búinn að stinga mér duglega út í og ætla að skíða á toppi öldunnar(ridingontopofthewafe). Já já hérna er ein mynd ... en eitt í lokin.
"Aftur má sjá feita dansandi rassa, gleði og grín eftir móðuharðindin. En geta menn sem horfðu á holdlausa og skelfda menn allt í kringum sig deyja nokkurn tíma gleymt ?"-Þórunn Valdimarsdóttir

sunnudagur, apríl 03, 2005


... Posted by Hello
Jæja þá er málið að frelsa annan úr klóm Bandaríkjamanna ... Sir Mark Thatcher. Nú ætla ég að gera allt sem á mínu valdi stendur til að fá þennan auðling til Íslands ... hann á líka svo mikið af peningum. Ekki verra að hann er Sir. Þá er bara að finna smá jarðskika fyrir vestan, það vill hvort eð er enginn búa þar, krýna þennan misskilda snilling og þá verður Ísland komið með kóng áður en langt um líður. Yndislegt þá geta íslendingar virkilega lagst á kné og rekið út úr sér tunguna ... beint uppí rassagatið á honum og svo Bobby og svo Mark og svo Bobby og svo framvegis og svo framvegis. Til hamingju Íslendingar segir alheimur ... til hamingju segir Vladimir Volfovich Zhirinovsky, þið munið eftir honum er það ekki. Já farið þið að hlæja núna ... þið eruð asnar.

laugardagur, apríl 02, 2005

Jæja þá er maður búinn að fara til Búgaríu og Svíþjóðar ... sit hérna og er að spá í hvað ég gæti skrifað. Gæti komið með frábærar ferðasögur eða æðislegar lýsingar á vorveðri eða ... ekki. Ég er enn í kastinu. Bless.
"Smoking can cause a slow and painful death" - JT International