föstudagur, janúar 30, 2004

Fór í smá leiðangur til Svíþjóðar í gær ... var að athuga með skóla og svoleiðis. Gleymdi reyndar að spyrja allar þær spurningar sem ég var búinn að hnipra á blað í lestinni. Hvað um það þá fékk ég umsóknareyðublað svo er bara að fylla það út og senda með 10 verk, eða ljósmyndir. Áður en ég vissi af þá var ég sestur inn á kínverskan veitingarstað og farinn að borða. Fór heim ... Jakob kom við og seinna Birta og fórum við þrjú á bókmenntakvöld í Jónshúsi ... Jakob og ég enduðum svo á Galateunni og sátum þar þangað til að það lokaði ... þá var bara að drífa sig heim, með smá viðkomu í henni sjö ellefu. Borðað og svo farið að sofa. Í dag er ég barasta sprækur og hlakka til að eyða helginni með fjölskyldunni. Svo er náttúrulega pabbaklúbburinn á sunnudag. Og okkur feðgum er boðið í afmæli á laugardagskvöld ... okkur var bent á það að sá sem það heldur vantar kökukefli. Afmælisgjöfin fundi.

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Stöðugleiki á vinnumarkaði er best treystur með nánu samstarfi aðila vinnumarkaðarins. Mikilvægt er að fórna ekki stöðugleikanum í komandi kjarasamningum, né ávinningi síðustu samninga. Stöðugleiki síðustu ára hefur m.a leitt til þess að kaupmáttur launa hefur aukist mun meira hér á landi en í öðrum löndum. hmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
-losum okkur við sjálfstæðisflokkinn
Ef stjórnmálastefna þeirra vinstrisinna, sem hæst láta vegna þessa máls, hefði náð undirtökunum hér á landi og ráðið efni stjórnarskrárinnar væru þar ekki nein ákvæði til að vernda „klassísk borgaraleg réttindi“ eins og eignarréttinn. Sósíalistar og kommúnistar hafa nefnilega litið þennan rétt óhýru auga og ekki viljað veita honum sérstaka vernd í nafni hugsjóna.
-losum okkur við Björn Bjarnason
Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn, þegar ég var sextán ára, og hef ekki séð eftir því. Þótt sannleikurinn hafi ekki tekið sér bólfestu í neinum einum stjórnmálaflokki og margt gott fólk sé vissulega til í vinstri flokkunum, er Sjálfstæðisflokkurinn brjóstvörn borgaralegra viðhorfa. Hann er flokkur þeirra, sem una sæmilega hlutskipti sínu, þótt þeir vilji bæta það. Í Sjálfstæðisflokknum er fólkið, sem vill grilla mat úti í garði á kvöldin með fjölskyldu og vinum í stað þess að sækja baráttufundi æsingalýðs, enda sagði Haukur pressari: “Þú skalt bara vera ópólitískur og ganga í Vörð." Ekki spillir fyrir, að núverandi forystusveit flokksins, þeir Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og Geir Haarde, skarar fram úr, sérstaklega Davíð, sem vex með hverjum vanda.
-losum okkur við Hannes Hólmstein

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Þá er ég á leið til Svíþjóðar á morgun með fjölskylduna, verðum þó á sitthvorum staðnum. Ingibjörg og Björn Rafnar í Lundi og ég verð í Málmey að slípa og spasla eða var það að spasla og slípa ... gegnir einu. Er svona alveg að detta á það að sækja um í Kúnstháskólann í Málmey, er einmitt að fara þangað á morgun til að skoða aðstæður. Já af því að ég er svo góður að dæma um það ... ! En hvað um Það, þá eru aðeins teknir inn 12 á hverju ári þannig að ég verð að taka fram mitt allra besta og lista mig upp til andskotans ... er einmitt að lesa einhverja bók um svoleiðis eitthvað og það á kannski eftir að virka. Var á fornbókasölu í dag og fann bók eftir Morten Bo, Solen i skyggen ... snilld. Kostaði líka alveg 50 dkr. SNILLD ! Keypti líka svona höfuðtól með míkrófón ... núna lít ég út eins og flugmaður ... það segir konan mín allavega.

sunnudagur, janúar 18, 2004

Ég er engum tengslum við raunveruleikan, það er að segja að ég veit ekkert hvaða dagur er eða hvað klukkan er. Þetta að vera heima að dunda sér allan tímann er býsna skrýtið. Jú ég veit að í dag er sunnudagur af því að ég fór í fyrsta skiptið í pabbaklúbbinn heimsfræga. En annars, þá gæti alveg verið miðvikudagur eða ... jafnvel jóladagur, já svona er maður nú langt úti. En nú verður tekið á því. Komandi vika er svo blöskrandi full af verkefnum sem endar á utanlandsferð,til að fara að næla sér í smá aukapening. Þannig að nú er bara að fara á fætur eldsnemma og sparka sjálfan sig í rassalinginn. En það er jú einfaldlega þannig að ef maður hefur að einhverju aðstefna þá eru dagarnir einfaldlega skemmtilegri og reyndar styttri.
Er í dag að hlusta á Svía öskra, þeir eru bara ansi brattir þegar kemur að því að öskra. Nú eru ungir menn í hljómsveit sem heitir LOKPEST og nammi namm. Gunni er nú bara líka dálítill prakkari eins og þeir hérna. Mæli sérstaklega með laginu "som en hund" og svo er bara að sprengja græjurnar. En annars er ég bara í góðu stuði þessa dagana, sérstaklega af því að ég veit ekkert hvað ég á að gera við líf mitt og er því núna í bullandi afneitun. Það verður svo bara að koma í ljós þegar að líkaminn er hættur að framleiða dópamín hvað gerist ... gæti farið að mæla með þessu eða þessu ... en ég vona bara að það komi aldrei til þess.

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Vorum að klára að borða við feðgar og þetta er að ganga mun betur þar sem Björninn fékk sína fyrstu tönn í gær. Gönguferð morgunsins var hálfgert vonbrigði, þar sem við sáum ekkert sem teljast má spennandi. Eitt sáum við, gamlan bíl með brotna framrúðu og yfir henni var strengdur lögregluborði. Það var svo kalt að við urðum að flýja inn í hjálpræðisherinn til að ylja okkur um stund og svo var bara tekin bein leið heim. Reyndar með smá stoppi í tveimur búðum, Netto og henni þarna náttúrueitthvað. Til að kaupa ... hvað haldið þið. Nú poppmaís auðvitað. Það er nefnilega ekki hægt að kaupa poppmaís í þessum ódýru matvöruverslunum ... nei því það er lúxus að poppa hérna í DK ... ég veit ekki hvað það er. Eitt hérna að lokum vissuð þið að hann Bush vinur okkar átti einu sinni olíufyritæki sem var alveg að fara á hausinn þannig að hann seldi það og hver haldið þið að hafi keypt ósköpin af honum ... Bin Ladin fjölskyldan ! Góðar stundir.

mánudagur, janúar 12, 2004

Verð að bara að fá að bæta smá inní hérna þar sem ég er svo hugfanginn af þessu lyklaborði. Er einhver með áramótaheit þarna úti í ár ... ég hef ekki hitt einn einasta mann fyrir utan einn sem ég vill helst ekki nefna á nafn þar sem ég veit að hann springur bráðum á sínu áramótaheiti. Hvað er þetta með fólk í ár er það ekki einu sinni tilbúið að reyna. Eða er það bara búið að gefast upp, veit að þetta er allt saman lygi. Vill ekki þurfa að játa sig sigrað á einhverju aumingjalegu áramótaheiti. Ég sjálfur hef haldið mitt áramótaheit í langan tíma og endurtek heitið á hverju ári. Ég einn veit hvað þetta heit er og satt að segja kemur það engum öðrum við ... það er hvort eð er svo ómerkilegt. Eitt vill ég þó gera á þessu ári sem ég á örugglega eftir að flaska á og það er að reyna að ákveða hvað ég vill gera þegar að ég er orðinn stór. Já ég á eftir að verða stærri, en vonandi ekki í þeim skilningi að ég komi í morgunsjóvarpið undir dagskráliðnum "Spikið af".
Þá er maður barasta kominn með nýtt lyklaborð ... þráðlaust og allt. Get setið á klósettinu og skrifað, já það er munur hvað tæknin hjálpar manni í gegnum hversdaginn. Annars er ég búinn að ganga austasta part Amager í morgun, af því bara. Á morgun ætla ég að taka miðpart Amager og á miðvikudag tek ég svo vestur partinn. Það er nefnilega helvíti gott að fara svona út á morgnana og sjá sólina koma upp og jú rómantík kannski. Ég er bara orðinn algjör sökker fyrir því. Svo er svo margt að skoða ! Í morgun sá ég tildæmis geðveikan mann sem var alveg snældugeðveikur, mann með slöngu útúr hálsinum, misheppnað innbrot, Kötu, sá að það er búið að loka TopCapi2 sem var snilldar veitingarstaður, mann í kjól og alveg örugglega fleira ég bara man ekki meira í bili. Þannig að auðvitað hlakka ég til að fara út á morgun !!!

sunnudagur, janúar 11, 2004

Í gær var í gær og sem betur fer því þá var ég ekki í svo góðu ásigkomulagi. En í dag er sko kominn ný dagur og með skellum við skundum á braut. Það er stundum svo stutt í Pálmann í manni. Já föstudagurinn var strembinn, endaði á opnun hjá Skolen for fotografi, þar var bar ... allur bjór búinn og öll glös búin hvað gerist þá ? Ólafur fær bara heila litla rommflösku til að dreypa á. Þið megið geta í eyðurnar. En eins og áður var skrifað þá er kominn nýr dagur. Erna, Martin og Simon voru hérna áðan og það var alveg déskotigott og ekki verra að Martin mætir með lítinn pela með koníaki í, sem er mjög svo óalgengt. Það er að hann sé með vín sísvona. Björninn er bara búinn að vera í stuði og það sama má segja um Bibbuna. Þá er bara að fara fram og taka þátt í öllu þessu stuði. Það á að fara að poppa og svoleiðis ....mmm ég er ekkert mikið í því að kaupa ökólógígst og mér er næstum alveg drullusama þannig séð eeeeeennnnnnn ökólógísgur poppmaís er algjörlega það besta í heimi, hvað viðkemur poppbransanum.

föstudagur, janúar 09, 2004

Er búinn að vera að hlusta á Tindersticks sem alveg frábær tónlist fyrir þá sem eru að farast úr skammdegisþunglyndi. Eitthvað í anda Nicks vors Caves. Var einmitt í heimsókn í gær hjá Criss og þar fékk ég sko að heyra tónlist maður ... mmmmmm og þar fékk ég líka kaffi með smá romm útí og ROYAL súkkulaðibúðing. Þetta var barasta besta kvöldið síðan ég kom hingað út aftur það get ég sagt ykkur. Sit hérna núna og er að mana mig í að setja Philip Glass aftur undir geislann ... hann er ég ekki alveg að skilja, er hérna með eintak af KOYAANISQATSI og ég verð bara að játa mig sigraðan ég get ekki hlustað á þetta. Dagurinn í dag hefur silast áfram og ef það hefði ekki verið fyrir það að ég fékk gott fólk í heimsókn þá veit ég ekki hvað ég hefði gert af mér. Ég var kominn svo langt niður að ég var búinn að skrifa auglýsingu sem á stóð :28" Philipssjónvarp til sölu með Philipsvideoi á aðeins 2000 dkr....ef ykkur vantar þetta þá er hægt að hafa samband og ég skal með glöðu geði selja hvortveggja.
Núna er ég á leið út til að hitta Cameron sem birtist hérna alls óvænt frá Ástralíu ... og jú það verður glaumur og gleði. Það á að hittast hjá Darren en það var einmitt hann sem fékk mig til að bragða á ofskynjunarsveppum hérna um árið.
Enn og aftur þá mæli ég með Tindersticks ... Trouble every day. Meistaraverk.

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Jæja ekkert er heyið og engin eru harðindin. Ég átta mig á því að það sem ég var að skrifa á Íslandinu er í tómu rugli. Það fær samt að standa til að minna mig á það að sumt á maður bara að láta vera. Eftir að ég kom frá eyjunni í norðri þá hef ég verið með tæki og tól á heilanum. Verð að fá mér svona ... hei þetta er helvíti gott verð að fá mér svona líka og þetta og bla bla bla. Ég hef útskýringu á þessu, hún er sú að við vorum á bílaleigubíl á Íslandi ! Já þetta hljómar kannski einkennilega fyrir fólk sem ekki þekkir til. En staðreyndin er sú að þegar maður fer að leyfa sér einhvern (ó)munað þá er alveg hættulega erfitt að snúa til baka til eðlilega lífsins. Og til að bæta þetta upp, þá fer maður í þá átt að fylla heimilið af rafmagnsdrasli og hvað hefur maður upp úr því, ekkert annað en fleiri fjarstýringar og geðveikina í kringum það. En ég veit ekki ... rökin fyrir því að fá sér svona heimabíó eru bara helviti góð, sko þá losnar maður við alveg fullt af stórum tólum og stórum hátölurum og í staðin fær maður svona eitt nett stykki sem er líka með útvarpi í og fjóra litla hátalara sem fara upp á vegg og þar sem við búum smátt þá er þetta alveg að gefa sig ... og þetta með nýja tölvu ... það er kominn tími á þessa ég verð að segja það og þetta sagði ég líka fyrir ári síðan, þannig að það er ekki eins og hlaupi út til að kaupa tæki og tól með því sama neinei alls ekki ég gef þessu góðan tíma og svo aðeins betri tíma og að lokum gleymi ég hvað það var sem ég ætlaði að fá mér ... !?