sunnudagur, september 30, 2007

mánudagur, september 24, 2007

Það er aldeilis hvað það hrúgast upp námsefnið hjá mér þessa dagana. Ég hef aldrei upplifað eins mikið lesefni á ævinni og ég er rúmlega 35 notabene... Gott og blessað svo sem, ekki er ég að kvarta eins og er, það kemur síðar. Þegar að ég fer að blanda saman fundum frá síðari bronsöld og yngri germanskri járnöld þá á ég eftir að hugsa illa til kennarans. Klavs Randsborg heitir annar þeirra og er lúnkinn karl, vægast sagt. Stutt í grínið hjá honum. Svo er það grænlenskan, tja já það verður fróðlegt að sjá hvernig ég kom undan sumri. Annars allt í góðu og sé ég fram á alveg ótrúlegan lestrarkafla í mínu lífi komandi nóvember. Þar sem konan mín heldur af stað til Íslands með drengina tvo, frá 2. nóvember til 12.nóvember sé ég ekkert annað í stöðuni en að lesa eða... já eða. Ég er búinn að mæla mér mót við tvo drengi þann 2. og þá verður haldið á vit ævintýranna á Norðurbrú, nánar til tekið verður farið í Apótekið við Blágarðsgötu. Ég hef sterkan grun um það að ég komi ekki snemma heim, en eins og gamla konan sagði "fall er fararheill, heillin". Þannig að ef það er einhver sem vill spilla mér með drykkju og svínaríi þá er þetta réttu tíminn. Meira um það síðar...

sunnudagur, september 09, 2007

Efnisorð:

Efnisorð:

Efnisorð:

þriðjudagur, september 04, 2007

Já það er aldeilis, komin heim frá Íslandinu og skólinn byrjaður og allt á fullu. Núna erum við öll með nafni ÓIBÚ eða ÓBÚI eða BÓIU... og svo framvegis. Úlfur Snorri, það er ekki sem verst. Núna eigum við Hrefnan og Rafnarinn einn Björn og einn Úlf. Já mjög "dýr" fjölskylda... ei ber því að leyna.