sunnudagur, maí 30, 2004

Já það er langt síðan síðast. Ég hef ekki verið neitt sérstaklega góður í því að halda þessari dagbók gangandi, en ég reyni. Það voru keyptir flugmiðar til Íslands. Við feðgarnir erum að koma til landsins ... já þið lásum rétt við feðgarnir. Læsið konurnar inni við erum að koma. 23 júlí til 1 ágúst. Mér var reyndar bent á eitt eftir að ég hafi pantað og greitt að 1. er sunnudagur ... í verslunarmannahelgi ! Ekki leitt (þá er ég að ríma aftur) Skiptir engu, þar sem við verðum fyrir austan fjall að smíða og borða mold.
Jæja þá er ég búinn að skrifa tilkynningarnar, þá er að skíta út stjórnmálamenn og konur. Sem er ekki erfitt þar sem þeir eru duglegastir við það sjálfir. Eina sem ég skil ekki er að það voru 20000 manns sem skrifuðu sig á lista til að mótmæla ... já þið vitið hverju. Það mættu 300 fyrir utan Alþingi !! Það er auðvelt að skrifa sig á lista, ég verð reyndar að játa að ég gerði það ekki, þar sem ég hef verið duglegur að skrifa mig á allskonar lista hér og þar án þess að hafa hundsvit á hverju er í raun verið að mótmæla ákvað ég að núna að vera "hlutlausari". Ekki það að ég sé þessu frumvarpi sammála lesandi góður, því fer fjarri. Nei það er verið að skerða mannréttindi, frelsi mannsins að eiga og það af sjálfstæðisdulunum sjálfum. Mér finnst Ríkissjóvarpið ágætt. Innlend dagskrágerð er reyndar lítil og það litla sem er framleitt er framleitt "innanhópsins" og það er reyndar ekki hægt að gefa því neinn gæðastimpil. Það að RíkisÚtvarpSjóvarp sé að selja auglýsingar er ekki alveg það sem ég myndi telja "fallegagert". Ég er reyndar algjör sökker fyrir smáauglýsingunum í RíkisÚtvarpinu sem er hvergi annarsstaðar til í heiminum. Já svona er þetta skrítið. Að halda og sleppa á sama tíma. Erfitt. Ég ætlaði ekki að hætta hérna þar sem ég er kominn á skrið ... en ég ætla samt að hætta, til að gefa ykkur tækifæri á því að enda þessa grein sjálf með ykkar eigin hætti. Takk.