laugardagur, október 25, 2003

Ekki tókst mér að "skemma" þessa blessuðu tölvu ... það er gott að maður hefur fólk í kringum sig sem skilur tölvur og allt það. Ekki er ég að skilja tölvur og reyni satt að segja ekkert til þess. Var að drekka bjór í gær á einhverjum bar á Frbergi, það var svona norðmannabar. Veit ekkert hvernig ég komst heim en ég komst heim og það í heilu lagi ... það er drengur hérna í DK sem heitir svo mikið sem Christian og er hann einhver poppstjarna ... mest er hann þó þekktur fyrir að hafa verið í sjónvarpsþætti sem heitir svo mikið sem big brother. Hann kom þarna inn seint í gær ... og ég gat ekki setið á mér og lét hann vita hvað hann er æðislegur ... hann skildi mig ekki ... ég skildi mig ekki ... barþjónninn skildi mig ekki. Maður á að vera góður við allt fólk í þessum heimi. Núna sit ég hérna eftir langa og stranga ferð til Svíþjóðar með Sigurði og dóttur hans ... kúl túr ferð. Er á leið í afmæli til Kötu og Christians og ég veit að hann verður glaður þegar hann sér gjöfina sína, kannski verður Kata líka glöð.

mánudagur, október 13, 2003

Einu sinni ... það er eitthvað sem ég nota ekki oft, reyndar aldrei. Frekar að byrja á jæja eða það eða þetta. Síðustu skrif eru ekki eftir mig, það er að segja þetta er svona kópí/peist aðgerð. Tekið úr mbl.is og dæmigert fyrir smáborgarann í sumum fréttamönnum. Jæja ég ætla ekki að fara að hvetja til neyslu lyfja frekar en Ríkið sjálft ... ríkið hmmm, en þessi frétt er bara drasl og ekkert annað. Jæja ég kvaddi bróðir minn á laugardaginn og á leiðinni heim þótti mér ekki annað koma til greina en að koma við á Galathean kránni og var það ekki slæmt. Einn kaffi og tveir bjórar og þá var ég klár að halda heim enda löng leið og ströng.
Maður á aldrei að segja fólki að maður fái ekki kvef eða aðrar pestir. Ég hef verið blessunarlega laus við svoleiðis og nota ég það óspart á sjálfan mig að það er því að þakka að ég skuli vera hættur að reykja. Hvað um það síðasta fimmtudag stóð ég mig að því að segja "ég verð nú aldrei veikur hmm hm" daginn eftir gat ég varla andað fyrir hori og núna eru lungun á mér full af svona þykkum vökva sem maður getur svona næstum því hóstað upp, NÆSTUM ÞVÍ. Núna sit ég hérna með einhvern rommdrykk sem Ingibjörg töfraði fram ... ég er farinn að finna á mér og hóstinn ... já hann er enn til staðar.
Núna ætla ég að fara að fikta í þessari tölvu í þeirri von að ég nái að kála henni svo ég hafi almennilega afsökun til að kaupa mér MAC.

laugardagur, október 11, 2003

Um klukkan sex í gærkvöldi stöðvaði lögreglan pilt á nítjánda ári á bíl í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi. Hann var einsamall á bílnum og að koma akandi frá höfuðborgarsvæðinu, áleiðis til Ísafjarðar. Pilturinn hefur komið áður við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamisferlis og lék grunur á að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Sá grunur reyndist á rökum reistur. Þegar fíkniefnaleitarhundurinn Dofri fann um 4 grömm af hassi, falin í innréttingu bifreiðarinnar.
GET A FUCKING LIFE

fimmtudagur, október 09, 2003

Jæja þá er ég kominn með alveg ... hugmynd um prójekt eða hvað það nú heitir á íslensku. Læt ekkert uppi núna en bíðið við þetta á eftir að fá fólk til að nötra. En allt í góðu vona ég. Jæja þá er prinsdulan búinn að opinbera, mér gæti ekki verið meira sama. Og hvað gerðu danir, fjölmenntu fyrir fram höllina og kölluðu "koss koss koss" af því að danir eru vaaaaaangefnir háááálfvitar. En hvað um það dagar koma og dagar fara og ég er alveg á fullu að reyna að halda í við þá eins og ég hef víst áður skrifað. Ég er svona maður sem vaknar með fullt af hugmyndum, sé þær alveg 100 % fyrir mér í réttum stærðum, litum og lögunum. Ef ég er ekki nógu fljótur að krota þær niður þá hverfa þær. Þá meina ég ekki að þær hverfi og komi svo aftur upp seinna ... nei þær hverfa alveg. Það er jú gott að maður er með eitthvað sem er að virka þarna uppi en verst er það að maður er ekki nógu agaður til að drullast að skrifa allt niður, þá meina ég ALLT. Það er ekki nóg að skrifa það niður í grófum dráttum ... nei það er eins og að reyna að ráða krossgátu skrifaða af lesblindrafélaginu. Meina þetta ekki illa það er bara það að ef ég kem hlutunum ekki frá mér rétt fyrst, þá kem ég aldrei til með að skilja það sjálfur hver ég var að fara. Er einhver að skilja þetta !!

mánudagur, október 06, 2003

þetta getur stundum verið svo mikið drasl .....
Það er von á góðum gestum, sem eru svo á leið til Berlínar á morgun. Við erum að velta því fyrir okkur hvort við eigum ekki að heimsækja þetta góða fólk svo í nóvember ... aldrei að vita. Núna er ég annars hérna fyrir framan tölvuna að gera ekkert merkilegt, hefur svo sem gerst áður. En ég var að velta fyrir mér af hverju er enginn búinn að sprengja Ísrael í tætlur ... það eina sem ég myndi sakna væri Robinson appelsínurnar og Zag verkfæraöskurnar. Ég á bara dálítið erfitt með að skilja hvernig "eittfólk" getur verið svona vont við "annaðfólk". Og fyrst "eittfólkið" fær að vera svona vont af hverju fær þá ekki "annafólkið" að svara fyrir sig með sama styrk ... það er ekki sama hvaða vini maður á. Ég skal segja ykkur það. Var að vinna í dag jájá og svo kom ég heim og borðaði jájá og nú sit ég hérna jájá. Það munar ekki um það. Sá Sam í morgun svona rétt gat sagt hæ og svo var hann farinn sína leið, hann er frá Indónesíu og er með hár langt niður fyrir rass, þykkt og svart. Fyndinn strákur. Hann á vin sem heitir Gúddei (góðandaginn á ensku) Ok hann heitir kannski ekki alveg gúddei en þegar að maður segir nafnið hans þá er það MJÖG svipað og hefur mörgum brugðið þegar hann kynnir sig. Jæja svo er maður að fá heimsókn aftur á föstudag, en þá kemur Kjartan bróðir við, hann verður hérna úti að skoða hjálpartæki fyrir öryggisverði. Það er örugglega ótrúlega gaman að skoða svoleiðis ... svo nemar og sprengjur og faldar myndavélar og allt það sem enginn veit um en er allsstað í kringum okkur. Ok ég er ekki alveg viss með sprengjur ... það væri bara alveg geggjað líka. Jæja ég er hættur. Er að fara að drekka meira kaffi og klára eina bók áður en gestirnir góðu koma.

föstudagur, október 03, 2003

það má nú ekki gleyma að segja umheiminum hvað er um að vera núna. Ekkert merkilegt svo sem maður er bara að reyna að koma reglu á líf sitt eftir strangt frí á Íslandinu góða ... merkilegt hvað tíminn er að flýta sér stundum. Maður er rétt kominn í gír með eitthvað sniðugt og þá er allur tími hlupinn frá manni. Hvað er að gera ... eitt, að gera ekkert og mæta svo dauðanum með glott á vör. Tvö, að reyna að gera allt en hafa ekki tíma til að gera neitt og mæta dauðanum með það í huga að reyna að múta honum til að koma seinna. Þrjú, já þrjú ef ég vissi hvað þrjú væri þá væri ég í góðum málum. En það sem ég er að reyna að segja ... ég veit ekkert hvað ég er að reyna að segja. Er annars í stuði og tilbúinn að takast á við helgina. Sat með félögum úr KulturFabrikken í gær að ræða framtíð aðstöðu okkar og vorum við svo heppnir að við fundum stað sem var nýbúinn að breyta og til að halda upp það þá var frír bar. Ég fékk mér nú bara einn öl og kaffi ... hófsemdarmaður. Það eru komnir gestir ... þannig að þetta verður að bíða betri tíma.