miðvikudagur, apríl 26, 2006

Allt komið á fullt í skólanum og ég sé ekki fram á að ná að lesa allt efnið, sem er í fyrsta sinn í mínum skólaferli ... fyrir utan það þegar maður var bara að drulla yfir námsefnið. Núna er maður í þessu af fullum huga og því miður fyrir sambýlinga mína, því verð ég alltaf að upplýsa þau um undraveröld inuita. Svo var ég líka að læra nýtt orð sem gæti komið að góðum notum.
ii-ii-ii, sem þýðir hjálp, eða veittu mér aðstoð. Ég sé þetta fyrir mér, ég er á hlaupum undan glorhungruðum ísbirninum og ii-ii-ii-ja mig út úr vandræðunum !

sunnudagur, apríl 23, 2006

Þetta er erfitt þegar að maður er að reykja og drekka ... og hlusta á DrSpock já þið þekkið það. Á maður að klára drykkinn eða rettuna eða öfugt ... hmm já svona er það og samviskubitið er farið fyrir lítið ... eða ekki. Það er ekki eins og ég sé að ráðast inní óþekkt land eða misbjóða minnihluta ... það er enginn að skilja mig er það ... er það ?!

laugardagur, apríl 22, 2006


...hmm eitthvad a seydi en ja gott hjaKjarra Posted by Picasa

Toti og Kjartan Posted by Picasa

Kjartan brodir ad mynda Posted by Picasa
jæja hérna situr maður eftir gott matarboð og ég veit ekki hvað!!
er að lesa eins og hestur, drekk reyndar núna Budweiser bjór og það er bara gaman .
ég hlusta á Rentokiller og það er ekki til að drepa hressinguna á stemmninguni!!
konan farin að sofa, sem ég skil því það er erfitt að hlusta á svona rokk sem ég dett inní, en það er önnur saga. Mikið erum við búin að tala í kvöld og það er bara gaman ... hann komst reyndar af því að ég var að vinna á bar fyrir samkynhneigða en er það ekki allt í lagi ... hehe !! jæja meira rokk

föstudagur, apríl 07, 2006


mega luffffffff Posted by Picasa

...svona gladur eftir Lundar ferd Posted by Picasa
þá er maður búinn að hlaða rafhlöðuna og er til í slaginn aftur. Það var þungskýað en maður fann ekkert fyrir því, jók bara á stemninguna. Snilldar staður og Björn yfir sig hrifinn að fá að vera hjá Hrafnhildi frænku sinni í Lundi. Núna er ég að fara á fyrstu (takið eftir fyrstu) opnun drengsins. Það á að sýna málverk sem er hvorki meira né minna en einhverjir fermetrar. Þetta er samvinnuverkefni ólíkra aðila sem hittast einu sinni í hverri viku og deila þráhyggju sinni á vestrænan hátt. Ólíkir straumar og stefnur takast á og árangur þess erfiðis mun ég berja augum á eftir. Það gleður mínar hjartarætur ... bla bla bla bla og la bla.